Sumarhátíð - Dorgveiðikeppni

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júní 2017, júlí 2017
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, Fjölskyldan saman

Dorgveiðikeppni

Þriðjudaginn 20. júní er áætlað að halda hina árlegu dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju fyrir hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára fædd 2005-2010.

 

Keppt verður í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskur 2016. Færi og beita er á staðnum.
Keppnin verður færð á annan dag ef veður er slæmt. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Öll börn á ofangreindum aldri eru velkomin. Nánari upplýsingar í Vinnuskólanum í síma 565-1899.
 

Sumarhátíð

Þriðjudaginn 4. júlí kl. 13-15:30 er áætlað að halda sumarhátíð fyrir börn og unglinga sem hafa tekið þátt í sumarstarfi í Hafnarfirði. Gestir geta tekið þátt í leikjum og þrautum. Listahópur vinnuskólans, competo jafningjafræðslan og skapandi sumarstörf standa fyrir skemmtilegum uppákomum.

Hátíðin verður færð á annan dag ef veður er slæmt. Allir bæjarbúar eru velkomnir. Nánari upplýsingar í vinnuskólanum í síma 565-1899

 

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 12. apríl 2017 - 13:30