Sumarfrístund með sundnámskeiði fyrir börn fædd 2010 - 2011

Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Sund, Útivist
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018, ágúst 2018
Aldur: 
6 ára, 7 ára

Frístundaheimilin Kastali í Húsaskóla og Tígrisbær við Rimaskóla verða í samstarfi við sunddeild Fjölnis í sumarstarfinu. Foreldrum/forráðamönnum barna í 1. og 2. bekk býðst að skrá börn sín á sundnámskeið hjá Fjölni um leið og þeir skrá þau í sumarfrístundina. Börnin mæta daglega á sundnámskeið hjá Fjölni, sem hefst kl. 8:15 í Grafarvogslaug. Þar munu starfsmenn sundnámskeiðsins taka á móti þeim og fylgja í gegnum búningsklefa. Frístundaleiðbeinendur sækja börnin í anddyri Grafarvogslaugar að sundnámskeiði loknu og fylgja þeim í frístundaheimilið. Námskeiðin eru tvær vikur að lengd.
 

Tímabil:
11. júní – 22. júní (10 dagar)
25. júní – 06. júlí (10 dagar)
07. ágúst – 17. ágúst (9 dagar)

Gjaldskrá:
9 dagar: 23.420 kr. 

10 dagar: 26.020 kr.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 18. apríl 2018 - 13:05