Sumarfrístund með íþróttanámskeiði fyrir börn fædd 2010-2012

Gufunesbær
Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Fimleikar, Fótbolti, Sumarnámskeið
Tímabil: 
ágúst 2019, júní 2019
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára

Í sumar verður samstarf á milli Gufunesbæjar og Fjölnis þar sem börnum úr 1. til 3. bekk, fædd 2010 – 2012, býðst að vera á íþróttanámskeiði á móti sumarfrístund frá kl. 8:30 – 16:30 eða samtals í 8 klukkustundir. Samstarfið er á milli sumarfrístundar sem staðsett verður í Egilshöll og fimleika/fótbolta í Egilshöll.  Heitur hádegismatur  frá Skólamat er innifalinn í grunngjaldi.

Hægt er að kaupa viðbótarstund frá kl. 08:00 – 08:30 og frá kl. 16.30 - 17:00.

Í sumarfrístund er lögð áhersla á frjálsan leik, skapandi starf, þemaverkefni, útiveru og styttri ferðir. Lögð verður áhersla á að virkja börnin við ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Á íþróttanámskeiðunum er lögð áhersla á æfingar og skemmtilega hreyfingu. Starfsfólk í sumarfrístund hefur reynslu af starfi í frístundaheimilum og á íþróttanámskeiðunum verða þjálfarar sem starfað hafa hjá deildunum og unnið mikið með börnum. 

Sumarfrístund með íþróttanámskeiði verður frá  11. til 28. júní og svo aftur frá 6. til 16. ágúst

Grunngjaldið miðast við tímann milli kl. 8:30 og 16:30, en greitt er fyrir hálfa viðbótarstund þess utan.

Grunngjald fyrir eina viku, 5 daga, í sumarfrístund og íþróttanámskeiði með heitum hádegismat er kr. 15.618. Verð fyrir 5 daga viðbótarstund frá kl. 8.00-8.30 að morgni eða kl.16.30-17.00 kr. 1.337 á viku. 

Grunngjald fyrir 4 daga viku í sumarfrístund og íþróttanámskeiði með heitum hádegismat er kr. 12.498. Verð fyrir 4 daga viðbótarstund frá kl. 8.00-8.30 að morgni eða kl.16.30-17.00 kr. 1.070 á viku.

Skráning hefst 11. apríl kl.10:00 á  http://sumar.fristund.is

 

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 11. apríl 2019 - 20:02