Sumarfrístund fyrir börn fædd 2009 - 2012

Hverfi: 
Kjalarnes
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Útivist
Tímabil: 
júlí, ágúst, júní
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Í sumarfrístundinni sem er samstarfsverkefni UMFK og Klébergsskóla á Kjalarnesi, boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn fædd 2009 - 2012.  Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi og útiveru. Þá verður lögð áhersla á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Í ágúst er tilvonandi 1. bekk börnum fædd 2013 boðið að taka þátt í sumarfrístundinni.

Skipulögð dagskrá er frá kl. 9:00 – 16:00 en boðið er upp á viðbótarvistun á milli 8:00 og 9:00 og á milli 16:00 og 17:00. Greiða þarf aukalega fyrir viðbótarvistun. 

Sumarstarfið verður frá  11. júní til 5. júlí og svo aftur frá 6. til 20. ágúst. Frístundaheimilið opnar kl. 8:00–17:00. Grunngjaldið miðast við tímann milli kl. 9:00 og 16:00, en greitt er fyrir viðbótarstundir þess utan.

Grunngjald fyrir eina viku í sumarfrístund kl. 9.00-16.00 er kr. 5.000. Verð fyrir viðbótarstund frá kl. 8.00-9.00 kr. 1500 og kl.16.00-17.00 kr. 1.500 á viku. 

Skráning hesfst 11. apríl á http://sumar.fristund.is

Síðast uppfært: 
Laugardagur, 11. maí 2019 - 10:22