Sumarfrístund fyrir börn fædd 2008-2011

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Annað, Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018, ágúst 2018
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Frístundamiðstöðin Tjörnin
Frostaskjól 2
107 Reykjavík
411 5700
tjornin@reykjavik.is
http://tjornin.is/

Sumarfrístund fyrir börn fædd 2008-2011.

Frístundaheimili Tjarnarinnar bjóða upp á þjónustu í sumarfrístund frá 11. júní til 20. ágúst, utan 16. júlí til 06. ágúst, þegar lokað verður vegna sumarleyfa starfsmanna.  Síðustu vikuna fyrir sumarlokun eða 09.-13. júlí, sameinast öll frístundaheimili Tjarnarinnar í frístundaheimilinu Draumalandi við Austurbæjarskóla, en þar mun vera að minnsta kosti einn starfsmaður úr hverju frístundaheimili þannig að öll börnin þekkja starfsmann þar og eru velkomin í Draumaland þessa viku.

Dagskrá Frostheima í Vesturbænum er sérsniðin fyrir 3. og 4. bekkinn og er með fjölbreyttara og meira krefjandi sniði en dagskráin fyrir yngri aldurshópinn, sem miðar meira að því að vera í nærumhverfi og með einfaldari viðfangsefni. Börnum í 3. og 4. bekk í Miðborg Hlíðum stendur til boða að nýta þjónustu Frostheima á sumrin, en einnig geta þau sótt þjónustu í sínu vanalega frístundaheimili á sumrin, enda þjóna þau 1.-4. bekknum jafnt að sumri sem vetri.

Í sumarstarfinu er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm og leik. Mikið er lagt upp úr því að nýta umhverfið bæði nær og fjær til útiveru og að veita börnunum tækifæri á að kynnast því sem borgin hefur upp á að bjóða og spreyta sig á nýjum verkefnum og áskorunum. Unnið er með vikuþema á öllum frístundaheimilunum og mikið er lagt upp úr því að  dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg og að allir geti fundið þar viðfangsefni við hæfi.

Náist ekki lágmarksþátttaka í einhverri viku, gæti þurft að sameina frístundaheimilið með öðru frístundaheimili þá vikuna og verða foreldrar þá látnir vita af breytingunni með eins góðum fyrirvara og hægt er. Eins getur verið að eftirspurnin sé meiri en við getum orðið við en í þeim tilvikum gefst foreldrum kostur á að skrá sig á biðlista og höfum við þá samband ef pláss losnar. Foreldrum er bent á að kynna sér uppsagnarskilmála í sumarfrístund vel, en þá þarf að samþykkja sérstaklega til að skráning í sumarstarfið sé gild.

Opnunartími frístundaheimilanna er frá kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 9.00–16.00 og er innheimt fast vikugjald fyrir þann tíma. Hægt er að velja lengri vistunartíma og greiðist þá aukagjald fyrir þann tíma sem nýttur er utan kl. 9.00–16.00 (sjá nánar í verðskrá):

Vistunartími í boði:

Kl. 8.00–16.00        Kl. 9.00–16.00          Kl. 9.00–17.00         Kl. 8.00–17.00

Frístundaheimili sem bjóða upp á Sumarfrístund:

Skráning hefst miðvikudaginn 25.04. kl. 10:00 á sumar.fristund.is.

Draumaland v./ Austurbæjarskóla, 411-5570, 695-5062, http://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/draumaland-2/

11.–15. júní: Miðbæjarvapp
18.–22. júní: Dýravika
25. –29. júní: Íþróttir og leikir
02. –06. júlí: Vatnavika
09. –13. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Draumalandi         
16.–20. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
23.–27. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
30. júlí –03. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
07.–10. ágúst: Ævintýravika 
13.–17. ágúst: Náttúruvika
20. ágúst: Stubbur  

Eldflaugin v./ Hlíðaskóla, 411-5560, 699-7615,  http://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/eldflaugin/

11.–15. júní: Listir og menning
18.–22. júní: Hvað vil ég vera
25. –29. júní: Vatnafjör
02. –06. júlí: Íþróttir og leikir
09. –13. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Draumalandi         
16.–20. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
23.–27. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
30. júlí –03. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
07.–10. ágúst: Sögur og ævintýri 
13.–17. ágúst: Borgin okkar
20. ágúst: Eldflaugin úti  

Frostheimar v./ Frostaskjól, 411-5740, 695-5083, http://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/frostheimar-2/

11.–15. júní: Veiða, vaða synda
18.–22. júní: Krakkahreysti
25. –29. júní: Umhverfið og náttúran
02. –06. júlí: Vatnsleikir og fjör
09. –13. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Draumalandi         
16.–20. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
23.–27. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
30. júlí –03. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
07.–10. ágúst: Listir og sköpun, vísindi og tilraunir 
13.–17. ágúst: Borgin okkar á hjólum 
20. ágúst: Hverfið okkar  

Halastjarnan v./ Háteigsskóla, 411-5580, 663-6102,  http://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/fristundaheimilid-halastjarnan/

11.–15. júní: Borgin okkar
18.–22. júní: Sögur og ævintýri 
25. –29. júní: Íþróttir og leikir
02. –06. júlí: Vatnavika
09. –13. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Draumalandi         
16.–20. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
23.–27. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
30. júlí –03. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
07.–10. ágúst: Náttúran og umhverfið 
13.–17. ágúst: Listir og vísindi 
20. ágúst: Heimadagur og Háteigur  

 

Selið v./ Melaskóla, 411-5720/695-5061/664-7658,  http://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/selid/

11.–15. júní: Vesturbæjarvapp
18.–22. júní: Á ferð og flugi
25. –29. júní: Leikjavika
02. –06. júlí: Menningarvika
09. –13. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Draumalandi         
16.–20. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
23.–27. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
30. júlí –03. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
07.–10. ágúst: Vatnavika 
13.–17. ágúst: Óvissuvika 
20. ágúst: Stubbur  

    
Skýjaborgir v./ Vesturbæjarskóla, 411-5730, 695 5053, 664-7657 http://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/forsida-skyjaborgir/

11.–15. júní: Ævintýravika
18.–22. júní: Dýravika
25. –29. júní: Vísinda- og menningarvika
02. –06. júlí: Vatnavika
09. –13. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Draumalandi         
16.–20. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
23.–27. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
30. júlí –03. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
07.–10. ágúst: Íþróttavika 
13.–17. ágúst: Náttúruvika 
20. ágúst: Leikjadagur  

Undraland v./ Grandaskóla, 411-5710, 695 5054,  http://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/forsida-undraland/

11.–15. júní: Dýravika 
18.–22. júní: Uppfinningavika
25. –29. júní: Vatnavika
02. –06. júlí: Ævintýravika
09. –13. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Draumalandi         
16.–20. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
23.–27. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
30. júlí –03. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
07.–10. ágúst: Náttúruvika 
13.–17. ágúst: Íþróttavika 
20. ágúst: Sæludagur  

Nánari upplýsingar:

411 5700
http://tjornin.is
tjornin@reykjavik.is

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 18. apríl 2018 - 14:04