Sumarfrístund fyrir börn fædd 2008-2011

Gufunesbær
Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Útivist
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018, ágúst 2018
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Í sumar verður starfsemi frístundaheimila Gufunesbæjar í Brosbæ í Vættaskóla Engjum, Galdraslóð í Kelduskóla Vík, Hvergilandi í Vættaskóla Borgum, Kastala í Húsaskóla, Regnbogalandi í Foldaskóla, Simbað sæfara í Hamraskóla og  Tígrisbæ við Rimaskóla fyrir börn úr 1. - 4. bekk, fædd 2008 - 2011. Starfsemi Ævintýralands í Kelduskóla Korpu sameinast Galdraslóð en tekið verður á móti börnum í Ævintýralandi og þeim fylgt í Galdraslóð og svo til baka í lok dags.

Sumarstarfið byggir á áralangri reynslu og allir starfsmenn hafa starfað með börnum í frístundaheimilum Gufunesbæjar. Í upphafi hverrar viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi, smiðjum, þemadögum, hreyfingu, útiveru og ferðum. Áhersla er lögð á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Einnig verður lögð áhersla á að hafa ólíka dagskrá fyrir ólíka aldurshópa og samstarf verður milli frístundaheimila varðandi börnin úr 3. og 4. bekk.

Gufunesbær áskilur sér rétt til þess að sameina námskeið ef þátttaka á hverjum stað er ekki næg og verða forráðamenn þá látnir vita um breytingar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.

Sumarstarfið verður frá  8. júní til 6. júlí og svo aftur frá 7. til 21. ágústÍ Tígrisbæ verður einnig opið vikuna 9. til 13. júlí. Frístundaheimilin eru opin kl. 8:00–17:00. Grunngjaldið miðast við tímann milli kl. 9:00 og 16:00, en greitt er fyrir viðbótarstund/-ir þess utan.

Grunngjald fyrir eina viku í sumarfrístund kl. 9.00-16.00 er kr. 8.910. Verð fyrir viðbótarstund frá kl. 8.00-9.00 að morgni eða kl.16.00-17.00 kr. 2.600 á viku. Veittur er 20% systkinaafsláttur.

Kastali og Tígrisbær eru í samstarfi við sunddeild Fjölnis um að sækja börn sem hefja daginn á sundnámskeiði og taka síðan þátt í sumarfrístund á þeim stöðum. (Sjá sérstaka auglýsingu - Sumarfrístund með sundnámskeiði).

Sumarfrístund með íþróttanámskeiði verður starfrækt í Egilshöll í samstarfi við Fjölni (Sjá sérstaka auglýsingu - Sumarfrístund með íþróttanámskeiði).

Skráning hefst 25. apríl: http://sumar.fristund.is

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 18. apríl 2018 - 13:06