Sumarfrístund fyrir börn fædd 2007-2010

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2017, júlí 2017, ágúst 2017
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Frístundamiðstöðin Tjörnin

Frostaskjól 2

107 Reykjavík

411 5700

tjornin@reykjavik.is

http://tjornin.is/

Sumarfrístund fyrir börn fædd 2007-2010.

Frístundaheimili Tjarnarinnar bjóða upp á þjónustu í sumarfrístund frá skólaslitum til skólasetningar, utan 17. júlí til 07. ágúst, þegar lokað verður vegna sumarleyfa starfsmanna.  Síðustu vikuna fyrir sumarlokun (10.-14. júlí) sameinast öll frístundaheimili Tjarnarinnar í frístundaheimilinu Frostheimum við Frostaskjól 6, en þar mun vera að minnsta kosti einn starfsmaður úr hverju frístundaheimili þannig að öll börnin þekkja starfsmann þar og eru velkomin í Frostheima þessa viku.

Dagskrá Frostheima í Vesturbænum er sérsniðin fyrir 3. og 4. bekkinn og er með fjölbreyttara og meira krefjandi sniði en dagskráin fyrir yngri aldurshópinn, sem miðar meira að því að vera í nærumhverfi og með einfaldari viðfangsefni. Sambærileg þjónusta verður í boði fyrir 3. og 4. bekkinn í Miðborg Hlíðum, en þjónustan fyrir þann aldurshóp mun flakka á milli staða um sumarið þannig að öll börnin fá þjónstuna í sitt nærumhverfi í að minnsta kosti tvær vikur yfir sumartímann. Að öðru leyti eru öll börn í 3. og 4. bekk í hverfinu velkomin óháð því hvort þjónustan er þeirra nærumhverfi eða ekki.

Í sumarstarfinu er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm og leik. Mikið er lagt upp úr því að nýta umhverfið bæði nær og fjær til útiveru og að veita börnunum tækifæri á að kynnast því sem borgin hefur upp á að bjóða og spreyta sig á nýjum verkefnum og áskorunum. Unnið er með vikuþema á öllum frístundaheimilunum og mikið er lagt upp úr því að  dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg og að allir geti fundið þar viðfangsefni við hæfi.

Náist ekki lágmarksþátttaka í einhverri viku, gæti þurft að sameina frístundaheimilið með öðru frístundaheimili þá vikuna og verða foreldrar þá látnir vita af breytingunni með eins góðum fyrirvara og hægt er. Eins getur verið að eftirspurnin sé meiri en við getum orðið við en í þeim tilvikum gefst foreldrum kostur á að skrá sig á biðlista og höfum við þá samband ef pláss losnar.

Opnunartími frístundaheimilanna er frá kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 9.00–16.00 og er innheimt fast vikugjald fyrir þann tíma. Hægt er að velja lengri vistunartíma og greiðist þá aukagjald fyrir þann tíma sem nýttur er utan kl. 9.00–16.00 (sjá nánar í verðskrá):

Vistunartími í boði:

Kl. 8.00–16.00        Kl. 9.00–16.00          Kl. 9.00–17.00         Kl. 8.00–17.00

Frístundaheimili sem bjóða upp á Sumarfrístund:

Skráning hefst þriðjudaginn 24.04. kl. 10:00 á sumar.fristund.is.

Draumaland v./ Austurbæjarskóla, 411-5570, 695-5062, http://tjornin.is/draumaland

08.–09. júní: Draumalandsvika
12.–16. júní: Menningarvika 
19. –23. júní: Miðbæjarvapp
26. –30. júní: Dýravika
03. –07. júlí: Vatnavika
10. –14. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Frostheimum         
17.–21. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
24.–28. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
31. júlí –04. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
08.–11. ágúst: Náttúruvika   
14.–18. ágúst: Brot af því besta         

Eldflaugin v./ Hlíðaskóla, 562-5071, 699-7615,  http://tjornin.is/eldflaugin

08.–09. júní: Himininn og himingeimurinn
12.–16. júní: Listir og menning 
19. –23. júní: Vísindi og náttúra
26. –30. júní: Búningar og tónlist
03. –07. júlí: Hafið og vatn
10. –14. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Frostheimum         
17.–21. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
24.–28. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
31. júlí –04. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
08.–11. ágúst: Byggingar og hús   
14.–18. ágúst: Skrímsli og vættir          

Frostheimar v./ Frostaskjól, 411-5740, 695-5083, http://tjornin.is/frostheimar

08.–09. júní: Grandadagar
12.–16. júní: Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór 
19. –23. júní: Krakkahreysti 
26. –30. júní: Vatnsleikir og fjör
03. –07. júlí: Listir og sköpun, vísindi og tilraunir
10. –14. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Frostheimum         
17.–21. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
24.–28. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
31. júlí –04. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
08.–11. ágúst: Veiða, vaða og synda     
14.–18. ágúst: Borgin okkar á hjólum         
 

Halastjarnan v./ Háteigsskóla, 411-5580, 663-6102,  http://tjornin.is/halastjarnan

08.–09. júní: Háteigsdagar
12.–16. júní: Borgin okkar 
19. –23. júní: Vatnavika
26. –30. júní: Listir og vísindi
03. –07. júlí: Íþrótta- og leikjavika
10. –14. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Frostheimum         
17.–21. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
24.–28. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
31. júlí –04. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
08.–11. ágúst: Útivistarvika     
14.–18. ágúst: Ævintýravika              

 

Selið v./ Melaskóla, 411-5720/695-5061/664-7658,  http://tjornin.is/selid

08.–09. júní: Stubbur
12.–16. júní: Vesturbæjarvapp 
19. –23. júní: Vatnavika
26. –30. júní: Leikjavika
03. –07. júlí: Menningarvika
10. –14. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Frostheimum         
17.–21. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
24.–28. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
31. júlí –04. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
08.–11. ágúst: Á ferð og flugi     
14.–18. ágúst: Vá!         

   
Skýjaborgir v./ Vesturbæjarskóla, 411-5730, 695 5053, 664-7657 http://tjornin.is/skyjaborgir

08.–09. júní: Vatnsleikir og fjör
12.–16. júní: Miðborgin okkar
19. –23. júní: Leikvellir í Vesturbænum
26. –30. júní: Hvað leynist í Breiðholtinu
03. –07. júlí: Ævintýri í Laugardalnum
10. –14. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Frostheimum         
17.–21. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
24.–28. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
31. júlí –04. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
08.–11. ágúst: Útivist í Grafarvogi
14.–18. ágúst: Fjall, fjara og berjamó

 

Undraland v./ Grandaskóla, 411-5710, 695 5054,  http://tjornin.is/undraland
08.–09. júní: Veðurdagar
12.–16. júní: Dýravika
19. –23. júní: Uppfinningavika
26. –30. júní: Vatnavika
03. –07. júlí: Ævintýravika
10. –14. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Frostheimum         
17.–21. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
24.–28. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
31. júlí –04. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
08.–11. ágúst: Náttúruvika     
14.–18. ágúst: Íþróttavika         

3. og 4. bekkjar sumarfrístund í Miðborg Hlíðum flakkar á milli heimaskóla barnanna í sumar þannig að allir fá þjónustu í sínu nærumhverfi einhverjar vikur í sumar en eru velkomnir að taka þátt í öllum vikunum óháð því í hvaða skóla þau ganga.

08.–09. júní: Listadagar – Tunglið við Hlíðaskóla
12.–16. júní: Ævintýri og þjóðsögur – Tunglið við Hlíðaskóla
19. –23. júní: Vatnafjör– Tunglið við Hlíðaskóla
26. –30. júní: Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór? – Hvíta húsið við Háteigsskóla
03. –07. júlí: – Íþróttir og leikir Hvíta húsið við Háteigsskóla
10. –14. júlí: Flandur og fjör Frístundaheimilin sameinast Frostheimum         
17.–21. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
24.–28. júlí: Lokað vegna sumarleyfa
31. júlí –04. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa
08.–11. ágúst: Veiða, vaða og synda – Spennistöðin við Austurbæjarskóla    
14.–18. ágúst: Fjall og fjara – Spennistöðin við Austurbæjarskóla           

Samstarf við sunddeild KR – Sundnámskeið til viðbótar við sumarfrístund.           

Frístundamiðstöðin Tjörnin hefur átt í áralöngu samstarfi við sunddeild KR á sumrin sem felst í því að foreldrum/forráðamönnum barna í 1. og 2. bekk í Vesturbæ býðst að skrá börn sín á sundnámskeið hjá KR í gegnum Rafræna Reykjavík um leið og þeir skrá þau í frístundaheimili á vegum í Vesturbænum. Foreldrar/forráðamenn mæta daglega með börnin á sundnámskeið hjá KR, sem hefst kl. 8:20 í Vesturbæjarlaug. Frístundaleiðbeinendur sækja börnin í anddyri Vesturbæjarlaugar að sundnámskeiði loknu og fylgja þeim tilbaka í frístundaheimilið sitt. Skilyrði fyrir því að skrá barnið í sundhóp kl. 8:20 er að barnið sé jafnframt skráð í frístundaheimilið Selið, Undraland eða Skýjaborgir á sama tímabili. Athugið að bæði þarf að skrá barn í frístundaheimili og á sundnámskeið með sumarfrístund í Rafrænni Reykjavík til að skráningin á sundnámskeiðið sé virk. 

Gjaldskrá fyrir sundnámskeið með sumarfrístund er 4.000/3.200. krónur.

1. Sundnámskeið til viðbótar við sumarfrístund: 12. júní–16. júní                    5 dagar 4.000 kr.
2. Sundnámskeið til viðbótar við sumarfrístund: 19. júní–23. júní                     5 dagar 4.000 kr.
3. Sundnámskeið til viðbótar við sumarfrístund: 26. –30. júní                                       5 dagar 4.000 kr.
4. Sundnámskeið til viðbótar við sumarfrístund: 03. –07. júlí                            5 dagar 4.000 kr.                 5. Sundnámskeið til viðbótar við sumarfrístund: 08. –11. ágúst                        4 dagar 3.200 kr.
6. Sundnámskeið til viðbótar við sumarfrístund: 14. –18. ágúst                        5 dagar 4.000 kr.                

Nánari upplýsingar:

411 5700
http://tjornin.is
tjornin@reykjavik.is

 

 

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 19. apríl 2017 - 16:38