Sumarfrístund fyrir börn f. ´07-´10

Hverfi: 
Grafarholt og Úlfarsárdalur
Félag: 
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018, ágúst 2018
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla býður upp á skemmtilega og fjölbreytta sumarfrístund fyrir börn fædd 2007-2010. Síðustu sumarfrístundardagana (í ágúst) er börnum fædd árið 2011 sem eru að fara í 1. bekk í Dalskóla boðin þátttaka, ef pláss leyfir. Sumarfrístund Úlfabyggðar stendur yfir frá 12. júní til 7. júlí. og frá 8. til 15. ágúst. Engin sumarfrístund er í boði í sumarlokun Dalskóla frá 10. júlí til 7. ágúst.

Skipulögð dagskrá er frá kl. 9:00-16:00. Boðið er upp á viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 og á milli kl. 16:00 og 17:00. Greiða þarf aukalega fyrir viðbótarvistun.

Börnin þurfa að koma með þrjú nesti að heiman fyrir hvern dag.

Dagskrá hverrar viku er bundin ákveðnu þema sem að starfsmenn hafa ákveðið.

 

Sumarfrístund Úlfabyggðar:

12. - 16. júní: HREYSTIVIKA

19. - 23. júní: VATNAVIKA (biðlisti)

26. - 30. júní: ÆVINTÝRAVIKA (biðlisti)

3. - 7. júlí: TILRAUNAVIKA (biðlisti)

 

10. júlí - 7. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa

 

8. - 11. ágúst: ÚLFABYGGÐARVIKA

14. & 15. ágúst: ÚLFABYGGÐARDAGAR

 

Gjaldskrá sumarstarfs skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2017:

Heil vika - fimm virkir dagar:

5 dagar frá kl. 9:00-16:00 = 8.670 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 = 2.530 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 16:00 og 17:00 = 2.530 kr.

 

Styttri vika - fjórir virkir dagar:

4 dagar frá kl. 9:00-16:00 = 6.940 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 = 2.020 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 16:00 og 17:00 = 2.020 kr.

 

Styttri vika - tveir virkir dagar:

2 virkir dagar frá kl. 9:00-16:00 = 3.470 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 = 1.010 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 16:00 og 17:00 = 1.010 kr.

 

Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 25. apríl kl. 10:00.

 

 

Frístundaheimilið Úlfabyggð, Dalskóla
Símar: 411-7867, 411-7860 og 696-3204
Nánari upplýsingar varðandi sumarfrístund veitir Ragnheiður Erna Kjartansdóttir (Ragga), forstöðumaður frístunda í Dalskóla.
Netfang: ragnheidur.erna.kjartansdottir@rvkskolar.is

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 30. júní 2017 - 21:53