Sumarfrístund fyrir börn f. ´09 - '12

Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júlí 2019, ágúst 2019, júní 2019
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Í Breiðholti verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í sumarfrístund á öllum frístundaheimilum Miðbergs. Námskeiðin verða bæði í nærumhverfi og farið í lengri ferðir.
Unnið er með vikuþema á öllum frístundaheimilunum og er lagt upp úr því að dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg og að allir geti fundið þar viðfangsefni við hæfi. Margt skemmtilegt verður brallað og verður hver vika helguð ákveðnu þema og má þar t.d. nefna Krakkahreysti, Ævintýrafjör og Spæjarar og ráðgátur. Þematengd dagskrá hefur slegið í gegn hjá börnunum sl. sumur og taka börnin virkan þátt. 
Dagskrá Regnbogans og Hraunheima er sérsniðin fyrir 3. og 4. bekkinn þær vikur sem opið er og því aðeins sérhæfðari og meira krefjandi. 

Náist ekki lágmarksþátttaka í einhverri viku, gæti þurft að sameina frístundaheimilið með öðru frístundaheimili þá vikuna og verða foreldrar þá látnir vita af breytingunni á föstudegi fyrir námskeið þegar skráningu lýkur.
Frístundaheimilin verða öll með einhverja lokun vegna sumarleyfa. Samræmd lokun verður á öllum starfsstöðum frá 08.07 - 02.08.2019.
Álfheimar verða með opið einni viku lengur og geta þá öll börn skráð sig þar þegar hin frístundaheimilin eru lokuð. Opnunartími frístundaheimilanna er frá kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 09.00 - 16.00 og er fast vikugjald fyrir þann tíma. Hægt er að velja lengri vistunartíma og greiðist þá aukagjald fyrir þann tíma (sjá nánar í gjaldskrá).

Nánari lýsing á þemum kemur fram neðst á síðunni.

Álfheimar v/Hólabrekkuskóla – Forstöðumaður Berglind Ósk Guðmundsdóttir

11.06-14.06
18.06-21.06
24.06-28.06
01.07- 05.07
08.07-12.07
15.07-19.07 - Lokað
22.08-26.07 - Lokað
29.07-02.08 - Lokað

06.08-09.08
12.08-16.08
19.08-21.08

 

Bakkasel v/Breiðholtsskóla – Forstöðumaður Tryggvi Dór Gíslason

11.06-14.06
18.06-21.06
24.06-28.06
01.07- 05.07
08.07-12.07 - Lokað
15.07-19.07 - Lokað
22.08-26.07 - Lokað
29.07-02.08 - Lokað

06.08-09.08
12.08-16.08
19.08-21.08

Hraunheimar, Hraunbergi 12 - Forstöðumaður Árbjörg Ólafsdóttir

11.06-14.06
18.06-21.06
24.06-28.06
01.07- 05.07
08.07-12.07 - Lokað
15.07-19.07 - Lokað
22.08-26.07 - Lokað
29.07-02.08 - Lokað

06.08-09.08
12.08-16.08
19.08-21.08

Regnboginn Hólmaseli 4-6  Forstöðumaður Þorbjörg Jónsdóttir

11.06-14.06
18.06-21.06
24.06-28.06
01.07- 05.07
08.07-12.07 - Lokað
15.07-19.07 - Lokað
22.08-26.07 - Lokað
29.07-02.08 - Lokað

06.08-09.08
12.08-16.08
19.08-21.08

Vinheimar v/Ölduselsskóla - Forstöðumaður Guðmunda Dagbjartardóttir

11.06-14.06
18.06-21.06
24.06-28.06
01.07- 05.07
08.07-12.07 - Lokað
15.07-19.07 - Lokað
22.08-26.07 - Lokað
29.07-02.08 - Lokað

06.08-09.08
12.08-16.08
19.08-21.08

Vinasel v/Seljaskóla – Forstöðumaður Magnús Loftsson

11.06-14.06
18.06-21.06
24.06-28.06
01.07- 05.07
08.07-12.07 - Lokað
15.07-19.07 - Lokað
22.08-26.07 - Lokað
29.07-02.08 - Lokað

06.08-09.08
12.08-16.08
19.08-21.08

Stutt lýsing á þemavikum í sumarfrístund:

Spæjarar og ráðgátur

Ævintýrafjör

Vatnafjör og sjóræningjar

Krakkahreysti

Reykjavík rokkar

Umhverfis jörðina á 5 dögum

Allt á floti

Íslenskar ofurhetjur

Sumargrín

 

 

 

Síðast uppfært: 
Sunnudagur, 31. mars 2019 - 14:30