Sumarfrístund fyrir börn f. ´08 - '11

Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018, ágúst 2018
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Í Breiðholti verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í sumarfrístund á öllum frístundaheimilum Miðbergs. Námskeiðin verða bæði í nærumhverfi og farið í lengri ferðir.
Unnið er með vikuþema á öllum frístundaheimilunum og er lagt upp úr því að dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg og að allir geti fundið þar viðfangsefni við hæfi. Margt skemmtilegt verður brallað og verður hver vika helguð ákveðnu þema og má þar t.d. nefna Krakkahreysti, Ævintýrafjör og Trylltar tilraunir.
Dagskrá Regnbogans og Hraunheima er sérsniðin fyrir 3. og 4. bekkinn þær vikur sem opið er og því aðeins sérhæfðari og meira krefjandi. Þegar lokun er í Hraunheimum geta börnin sótt námskeið í Álfheimum, Bakkaseli, Regnboganum, Vinaheimum eða Vinaseli.

Náist ekki lágmarksþátttaka í einhverri viku, gæti þurft að sameina frístundaheimilið með öðru frístundaheimili þá vikuna og verða foreldrar þá látnir vita af breytingunni á föstudegi fyrir námskeið þegar skráningu lýkur.
Frístundaheimilin verða öll með einhverja lokun vegna sumarleyfa. Samræmd lokun verður á öllum starfsstöðum frá 16.07 - 03.08.2018.
Opnunartími frístundaheimilanna er frá kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 09.00 - 16.00 og er fast vikugjald fyrir þann tíma. Hægt er að velja lengri vistunartíma og greiðist þá aukagjald fyrir þann tíma (sjá nánar í gjaldskrá).

Nánari lýsing á þemum kemur fram neðst á síðunni.

Álfheimar v/Hólabrekkuskóla – Forstöðumaður Berglind Ósk Guðmundsdóttir

11. - 15. júní - Krakkahreysti

18. - 22. júní - Vatnafjör og sjóræningjar

25. - 29. júní - Ævintýrafjör

02. - 06. júlí - Spæjarar og ráðgátur

09. - 13. júlí - Reykjavík rokkar

16. júlí. - 07.ágúst - LOKAÐ

07. ágúst - 10. ágúst Lokað - Opið í frístundaheimilinu Vinaseli við Seljaskóla

13. - 17. ágúst - Bakstur og sælgætisgerð

20. - 21. ágúst - Sumargrín

 

Bakkasel v/Breiðholtsskóla – Forstöðumaður Tryggvi Dór Gíslason

11. - 15. júní - Ævintýrafjör

18. - 22. júní - Spæjarar og ráðgátur

25. - 29. júní - Reykjavík rokkar

02. - 06. júlí - Krakkahreysti

09. - 13. júlí - Hjóla- og brettafjör

16. júlí. - 07.ágúst - LOKAÐ

07. ágúst - 10. ágúst Lokað - Opið í frístundaheimilinu Vinaseli við Seljaskóla

13. - 17. ágúst - Vatnafjör og sjóræningjar

20. - 21. ágúst - Sumargrín

 

Hraunheimar, Hraunbergi 12 - Forstöðumaður Árbjörg Ólafsdóttir

11. - 15. júní - Trylltar tilraunir

18. - 22. júní - Ævintýrafjör

25. - 29. júní - Hjóla- og brettafjör

02. júlí. - 22.ágúst - LOKAÐ vegna framkvæmda. Bendum ykkur á Álfheima, Bakkasel og Regnbogann verða með opið fyrir börn fædd 2008 og 2009

 

Regnboginn Hólmaseli 4-6  Forstöðumaður Þorbjörg Jónsdóttir

11. - 15. júní - Trylltar tilraunir

18. - 22. júní - Ævintýrafjör

25. - 29. júní - Hjóla- og brettafjör

02. - 06. júlí - Bakstur- og sælgætisgerð

09. - 13. júlí - Reykjavik rokkar

16. júlí. - 07.ágúst - LOKAÐ

07. ágúst - 10. ágúst Lokað - Opið í frístundaheimilinu Vinaseli við Seljaskóla

13. - 17. ágúst - Krakkahreysti

20. - 21. ágúst - Sumargrín

 

Vinheimar v/Ölduselsskóla - Forstöðumaður Guðmunda Dagbjartardóttir

11. - 15. júní - Spæjarr og ráðgátur

18. - 22. júní - Reykjavík rokkar

25. - 29. júní - Krakkahreysti

02. - 06. júlí - Vatnafjör og sjóræningjar

09. - 13. júlí - Bakstur og sælgætisgerð

16. júlí. - 07.ágúst - LOKAÐ

07. ágúst - 10. ágúst Lokað - Opið í frístundaheimilinu Vinaseli við Seljaskóla

13. - 17. ágúst - Ævintýrafjör

20. - 21. ágúst - Sumargrín

 

Vinasel v/Seljaskóla – Forstöðumaður Magnús Loftsson

11. - 15. júní - Vatnafjör og sjórlningjar

18. - 22. júní - Krakkahreysti

25. - 29. júní - Trylltar tilraunir

02. - 06. júlí - Reykjavík rokkar

09. - 13. júlí - Ævintýrafjör

16. júlí. - 07.ágúst - LOKAÐ

07. - 10. ágúst - Bakstur og sælgætisgerð

13. - 17. ágúst - Spæjarar og ráðgátur

20. - 21. ágúst - Sumargrín

 

Stutt lýsing á þemavikum í sumarfrístund:

Spæjarar og ráðgátur

Klókir krakkar gerast spæjarar og þurfa að leysa ýmsar þrautir og verkefni saman í gegnum vikuna. Náum við að leysa stóru ráðgátuna? Spjæara skírteinið afhent í lok vikunar þegar málin leysast.

Ævintýrafjör

Ratleikir, útieldun og alls konar óvænt ævintýri, uppfyllum ævintýraþrána og nýja staði. Farið í skemmtilegar ferðir svo sem heimsókn í Viðey.

Vatnafjör og sjóræningjar

Vatnsblöðrur, vatnsbyssur, buslað og leikið. Gullpeningar, fjársjóðskort og siglt um fjarlæg höf? Það er spennandi að vera sjóræningi og margt hægt að bralla í alls konar leikjum. Farið í skemmtilegar sundlaugar og heimsókn á Ylströndina.

Krakkahreysti

Af hverju viljum við vera hraust og stunda íþróttir?  Við prófum alls konar skemmtilegar íþróttir, leiki og þrautabrautir. Tökum svo skemmtilega hreystikeppni í lok vikunar.

Þrautabrautir, tarzan-leikir, boltaíþróttir o.fl.

Hjóla- og brettafjör

Við förum í hjólaferðir, kíkjum á brettapalla og lærum á hjólabretti. Öryggisbúnaður svo sem hjálmar eru skylda þegar við erum á hjólum, hlaupahjólum og brettum. Tökum stutt og skemmtileg myndbönd þegar við erum leika listir okkar. Börnin þurfa að vera á sínum eigin (hlaupa) hjólum en við skiptumst á að nýta okkur þau bretti sem eru til.

Bakstur og sælgætisgerð

Hver elskar ekki að baka góðmeti um leið og við temjum okkur að borða hollt. Þetta lýsir sér eiginlega sjálft, bökum og búum til sælgæti alla daga ásamt því að prófa okkur áfram í útieldun.

Trylltar tilraunir

Nú tökum við málin í eigin hendur, gerumst vísindamenn og útfærum fullt af trylltum tilraunum. Búum til slím, sprengjum kók og margt annað skemmtilegt.

Slímgerð, tengja vettvangsferð og tilraunir o.fl.

Reykjavík rokkar

Kynnum okkur borgina okkar á nýjan og fjölbreyttan hátt. Förum í ýmiskonar ferðir um alla borg svo sem strandferð í Vesturbæinn, menningarferð í Miðbæinn og veiðiferð í Reynisvatn.

Sumargrín

Lokum skemmtilegu sumri með sameignlegri sumarhátíð í alls konar fjöri.

 

 

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 18. maí 2018 - 14:02