Sumarbúðir á Spáni fyrir 14-16 ára!

Félag: 
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið, Sumarbúðir, Sumarnámskeið, Tungumál
Tímabil: 
júlí
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Ferðaskrifstofan Mundo sér um sumarbúðir í Aranda á Spáni fyrir unglinga (13-16 ára).

Sumarbúðirnar verða haldnar dagana 30. júní til 21. júlí. Að dvöl lokinni eiga krakkarnir að geta bjargað sé á spænsku og þau sem byggja á grunni ættu að verða talandi á spænsku. Hugmyndafræðilegur rammi sumarbúðanna byggir á leiðtoganámskeiði þar sem unnið er með ungmennum í nýjum aðstæðum. Krakkarnir læra spænsku og skemmta sér í leiðinni, en sumarbúðirnar eru sambland af menntun, fjöri og menningu. Krakkarnir gista hjá spænskum fjölskyldum í 3 vikur og taka þátt í skipulagðri og skemmtilegri dagskrá með spænsku krökkunum á morgnana. 

Sendið tölvupóst á gudrun@mundo.is eða hringið í síma 8218397. Auk þess er hægt að hafa samband við Margréti, eiganda Mundo (margret@mundo.is og símanr: 6914646). 

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 6. júní 2019 - 14:11