Sumarbúðir

Hverfi: 
Kópavogur
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarbúðir, Útivist
Tímabil: 
júlí 2017
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára

SUMARBÚÐIR

Sumarbúðir Söguheima fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára.

Sumarbúðirnar eru haldnar í græna dalnum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum. Í sumarbúðum Söguheima er farið inní eina sögu hverja viku. Í þessum fallega dal ætlum við að reisa tjöldin okkar og kveikja varðelda undir gullnu þaki heimsins. Við munum horfa á eftir miðnætursólinni, sofa í tjöldunum og sitja við eldinn. Á þessu ári ætlum við að fylgja eftir söguni um Línu Langsok eftir Astrid Lindgren, sjá það og upplifa.

 

Við ætlum að fara í heimsókn til stelpunar sem býr alein Á Sjónarhóli án mömmu og pabba, og með henni Línu er sjálfsagt að ævintýrinn bíði handann við hvert horn. 

Á daginn munum við baka pönnukökur, finna hluti, reina að hafa uppá splunk og hver veit nema við hittum sjóræningja. Ásamt þessu er örugglega líka í boði að æfa sirkus og dans, læra að tálga og skjóta af boga og mála úti með vatnslitum, teikna og segja sögur. Við ætlum að elda sem mest úti á hlóðum undir berum himni og gera ljúffengan mat. Á kvöldin eru varðeldar og leiðbeinendur sýna leikþætti úr söguni og skapa sögusvið fyrir næsta dag. Við ætlum að fylgja hjartanu og þeirri sanfæringu að allt getur gerst.

Lækjarbotnar er ákjósanlegur staður fyrir slíkar hugmyndir og þar er aðstaða þar sem hægt er að tjalda við hliðina á skógi og rennandi læk, kveikja eld og elda á hlóðum og hlaupa út um hvippinn og hvappinn upp á fjallstind, tína í sig ber og grænmeti og fela sig í gjótum í hrauninu.

 

Við ætlum að leika okkur í söguheimi sögunar fá að upplifa hana heyra og reyna.Tileinkum okkur boðskap hennar og vinnum með hana á ýmsan hátt. Lærum að vera úti í náttúrunni, umgangast náttúruöflin vind, vatn, eld og jörð. 

 

 

Lína langsokkur. 18. júlí - 23. júlí (6 dagar) fyrir 8 - 13 ára.

Námskeiðsgjald er 32.000  kr. Systkinaafsláttur er 20%.

Hámarksfjöldi er 30 börn

 

Skráningar hefjast í lok apríl á heimasíðunni okkar www.soguheimar.is

 

 

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá

Ívar 892 1142 

Lui  858 - 7443 

sirkusnamskeid@gmail.com

söguheimar@gmail.com

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 20. apríl 2017 - 21:49