Stuttmyndagerð- helgarsmiðja fyrir 11-13 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Annað, Fræðsla, Leiklist, Sköpun
Tímabil: 
nóvember 2018
Aldur: 
11 ára, 12 ára, 13 ára

Farið verður lið fyrir lið yfir alla þætti kvikmynda. Unnið verður hratt og örugglega í kapp við klukkuna því í lok seinni dagsins verður frumsýning fyrir fjölskyldur krakkanna á fullbúnum myndum.

Námskeiðinu er skipt í fjóra hluta á tveimur dögum.

Dagur 1. Deginum verður skipt upp í tvær einingar. Fyrst verður farið í hugmyndavinnu og handritsgerð. Þar fá krakkarnir kennslu í að vinna hugmyndir og skrifa handrit.

Næst verður farið í almenna kvikmyndagerð. Þar fá krakkarnir kennslu í að undirbúa sig fyrir tökur, hvernig myndin verður tekin upp. Tökustaðir valdir og leikarar valdir í hlutverk. Krakkarnir skipta með sér verkum við gerð myndanna.

Dagur 2. Seinni deginum er skipt upp í tvo hluta líka,

Kvikmyndatakan: Krakkarnir munu stjórna allri upptökunni en leiðbeinandi mun fara á milli hópa og aðstoða. Allt verður gert til þess að myndin verði sem best á þessum tíma sem gefinn er.

Eftirvinnslan: Myndinar eru klipptar og hljóðsettar með tónlist og hljóðbrellum af leiðbeinenda. Þegar myndirnar eru svo tilbúnar verður allt gert klárt fyrir stóru frumsýninguna,

Í lok námskeiðs er foreldrum og vinum boðið að sjá afraksturinn.

Hefst: lau. 11 nóv
Tími: Helgarsmiðja kl.13:00 -17:00
Lengd: 2 dagar
Kennslustundir: 7,5 klst + sýning
Aldur: 11-13 ára

kennari: Gunnar Björn Guðmundsson
Leikstjóri

Gunnar Björn Guðmundsson hefur unnið við sjónvarp/kvikmyndir og leikhús í rúmlega 2 áratugi. Gunnar Björn leikstýrði kvikmyndunum Astrópíu, og Gauragangi og hlutu þær báðar góðar viðtökur. Hann leikstýrði Áramótaskaupi Ríkistsjónvarpssins (RÚV) árin 2009, 2010, 2011 og 2012. Auk þess gerði hann Karamellumyndina sem hlaut Edduverðlaunin sem besta stuttmynd ársins 2003. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsþáttum, tónlistarmyndböndum og hundruða auglýsinga. Meðfram kvikmyndagerðinni hefur Gunnar Björn unnið í leikhúsi og hefur hann leikstýrt 25 leikritum í fullri lengd. Undanfarið hefur Gunnar unnið að þáttum með Ævari Vísindamanni fyrir Rúv.

Gunnar Björn hefur haldið fjölmörg námskeið í stuttmyndagerð, leiklist og hefur kennt í Kvikmyndaskóla Íslands síðustu ár.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 2. október 2017 - 22:32