Spöngin | Smiðja í skapandi skrifum

Hverfi: 
Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun, Sumarnámskeið, Tungumál
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Sumarsmiðja - Skapandi skrif - 9-12 ára
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Dagana 11. -14. júní kl. 13:00 -15:30
Smiðjustjórn: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Á sumrin er mikilvægt að viðhalda lestrar- og bókaáhuga.
Með námskeiði í skapandi skrifum hjá Borgarbókasafninu er áhuginn tendraður og gerður að báli.
Rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur sérstakt lag á að vinna með börnum á öllum aldri.
Hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra, skrifað sex bækur og myndskreytt tugi bóka sem margar hafa slegið í gegn.
Á námskeiðinu fer Bergrún með krökkunum í stórskemmtilegt ferðalag um ævintýraheim bókagerðar.
Kafað er í hugmyndaleit, persónusköpun og myndstiklugerð og beinagrind að sögu verður til.
Í lok námskeiðs fer hver þátttakandi heim með handgerða bók sem sýnir vel styrkleika og persónuleika hvers barns þar sem það stígur sín fyrstu skref sem rithöfundur.

Skráning hér: https://docs.google.com/forms/d/1knYCA_B1YQ8Ddq4TFo6lYQLgrvEFgH_W_8ZW8jVmWow/viewform?edit_requested=true

Nánari upplýsingar:
sigrun.antonsdottir@reykjavik.is og
herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 14. maí 2019 - 12:38