Söngnámskeið 5-10 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Sköpun
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára
Frístundakort: 

Hefst: 30. janúar 2018
Aldur 5-7 ára Þriðjudaga kl. 15:15-16:15
Aldur 8-10 ára þriðjudaga kl. 16:20-17:20
Staðsetning: Garðatorg 7
Lengd: 10 vikur · 10 skipti
Kennslustundir: 11

Á söngnámskeiðinu fá nemendur þjálfun í að syngja einsöng og saman í hóp. Nemendur fá tækifæri til að flytja sönglög fyrir framan kennara og samnemendur. Einnig fá nemendur tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum tónlistarverkefnum og leikjum sem unnin eru í hóp.

Á námsskeiðinu eru sungin íslensk dægurlög og söngleikjalög ásamt því að hópurinn semur saman frumsamið lag.

Námskeiðinu lýkur með tónleikum þar sem nemendur koma fram fyrir fjölskyldu og vini.

Verð: 37.900 kr. 

Hugmyndfræði Klifsins:

Hugmyndafræði Klifsins byggir á eflandi kennslufræði. Við leggjum okkur fram við að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins til að efla trú á eigin getu.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 28. desember 2017 - 12:08