Söngleikjanámskeið Sumar 2019

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Söngur, Dans, Leiklist, Sköpun
Tímabil: 
júlí 2019, júní 2019
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára

Á sumarönn 2019 býður Leikfélagið Draumar upp á Söngleikjanámskeið fyrir 9 árganga.

Á Söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik. Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka aðeins á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs.

Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær. 

Námskeiðunum lýkur með lokasýningu nemenda en dagsetningar og tímasetningar sýninganna verða kynntar þegar nær dregur. Lokasýningarnar okkar eru þekktar fyrir að vera veglegar og ekkert er til sparað hvað varðar hljóðkerfi og ljósabúnað til að gera útkomuna sem allra veglegasta. Hver nemandi fær tvo boðsmiða á lokasýningarnar en auka miðar kosta 1000 kr.

Fyrstu námskeiðin hefjast 10.júní. Kennsla fer fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eins og síðastliðin ár.

Skráninguna má finna hér.

Hafðu því hraðar hendur og tryggðu þér pláss!

DRAUMAPEYSUR FÁST Á 20% AFSLÆTTI EF ÞÆR ERU PANTAÐAR MEÐ NÁMSKEIÐI 
Peysur pantaðar með námskeiði verða afhentar á fyrsta degi námskeiðs.

ATH - Þátttaka í lokasýningu er forsenda skráningar á námskeið, veljið því ekki námskeið á tíma þar sem barnið getur ekki verið með í sýningunni!

Frekari upplýsingar um tímasetningar og hópa er að finna hér fyrir neðan.

Námskeið sem kennd eru fyrir hádegi eru frá 8:30-12:00 en námskeið eftir hádegi eru kennd frá 13:00-16:30.

Leikskólahópur - Börn fædd 2013-2014 - Ein Vika

2013-2014D - 24.-28.Júní - Kennt eftir hádegi (Innbyrðis hópur valinn í skráningu)

2013-2014G - 15.-19.Júlí - Kennt eftir hádegi (Innbyrðis hópur valinn í skráningu)

 

Yngsti Hópur - Börn fædd 2011-2012 - Tvær Vikur

2011-2012A - 10.Júní-21.Júní - Kennt fyrir hádegi - FULLBÓKAÐ

2011-2012B - 10.Júní-21.Júní - Kennt eftir hádegi - FULLBÓKAÐ

2011-2012E - 1.Júlí-12.Júlí - Kennt eftir hádegi - FULLBÓKAÐ

2011-2012F - 8.Júlí-19.Júlí - Kennt fyrir hádegi - FULLBÓKAÐ

2011-2012H - 22.Júlí-2.Ágúst - Kennt fyrir hádegi

 

Mið Hópur - Börn fædd 2009-2010 - Tvær Vikur

2009-2010A  - 10.Júní-21.Júní - Kennt fyrir hádegi - FULLBÓKAÐ

2009-2010B  - 10.Júní-21.Júní - Kennt eftir hádegi - FULLBÓKAÐ

2009-2010C - 24.Júní-5.Júlí - Kennt fyrir hádegi - FULLBÓKAÐ

2009-2010E - 1.Júlí-12.Júlí - Kennt eftir hádegi - FULLBÓKAÐ

2009-2010F - 8.Júlí-19.Júlí - Kennt fyrir hádegi - FULLBÓKAÐ

2009-2010J - 22.Júlí-2.Ágúst - Kennt eftir hádegi - FULLBÓKAÐ

Elsti Hópur - Börn fædd 2006-2008 - Tvær Vikur

2006-2008C - 24.Júní -5.Júlí - Kennt fyrir hádegi - FULLBÓKAÐ

2006-2008J - 22.Júlí-2.Ágúst - Kennt eftir hádegi - FULLBÓKAÐ

Mögulegt er að skrá á biðlista fyrir fullbókuð námskeið með því að senda póst á draumar@draumar.com 

Námskeiðin kosta 21.990.- kr nema hjá yngsta hópnum, en þau námskeið kosta 16.990.- kr.-

Veittur er 10% systkinaafsláttur en þá þarf að hafa samband við okkur áður en skráning fer fram.

Ef einhverjir verða nauðsynlega að vera saman í innbyrðis hóp á námskeiðinu er mikilvægt að setja inn athugasemd með skráningu.

Hægt er að greiða bæði með Netgíró eða með kredit- og debetkortum.

Skráning er ekki staðfest fyrr en tölvupóstur frá okkur með staðfestingu á skráningu hefur borist þeim sem framkvæmir skráninguna. Við hvetjum alla til að kynna sér skilmála okkar við skráningu á námskeið.

Við sendum ekki út greiðsluseðla og tökum ekki við greiðslu með millifærslu eða reiðufé fyrir námskeiðsgjöldum.

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 15. mars 2019 - 13:47