Snillingafimi

Hreyfiland, snillingafimi
Hverfi: 
Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Annað
Aldur: 
0 ára, 1 árs

Í snillingafimi fá foreldrar leiðbeiningar um hvernig þeir geta örvað þá greindarþætti sem barnið fær í vöggugjöf, þroska þess og heilbrigði. Foreldrar læra æfingar og leiki og fá leiðbeiningar um hvernig er hægt að örva skynfæri barnsins og andlegan og líkamlegan þroska þess.

Umhverfið í Hreyfilandi er fjölbreytilegt, skemmtilegt og notalegt fyrir ungabörn og innréttað með þeirra þarfir í huga. Við notum mikinn söng, leiki, góða tónlist, falleg leikföng og litrík áhöld.

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 29. desember 2016 - 15:45