Skylminganámskeið fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri

Skylmingar
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Íþróttanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018, ágúst 2018
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Skylminganámskeið SFR er fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri sem hafa gaman af skylmingaíþróttinni og vilja kynnast þessari skemmtilegu íþrótt. Á námskeiðinu er stefnt að því að kynna nemendum helstu grunnatriði skylmingaíþróttarinnar. Skylmingar eru mjög skemmtileg íþrótt bæði fyrir stelpur og stráka.

Skylmingar hafa oft verið kallaðar líkamleg skák. Skylmingamaðurinn heldur til leiks með ákveðna leikaðferð í huga en þarf sífellt að endurskipuleggja leik sinn eftir viðbrögðum andstæðingsins og leikstíl hans. Að auki þarf skylmingamaðurinn að hafa góða stjórn á líkamanum, gott jafnvægi og mikla samhæfingu. Einnig þarf hann að geta hugsað hratt undir miklu álagi.

Námskeið S-1            12. 06 – 23. 06           15:00 – 17:00              *9 dagar námskeið
Námskeið S-2            26. 06 – 07. 07           15:00 – 17:00              10 dagar námskeið
Námskeið S-3            10. 07 – 21. 07           15:00 – 17:00              10 dagar námskeið
Námskeið S-4            08. 08 – 18. 08           15:00 – 17:00              *9 dagar námskeið

Það er einnig hægt að skrá sig í annaðhvort fyrri eða seinni vikuna.

Skráning:
Skráning fer fram á skylmingafelag@gmail.com eða í síma 898 0533. Skráningu og greiðslu skal vera lokið áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjald:
5 dagar námskeið: 7.000 kr.              *9 dagar námskeið: 12.600 kr.                 10 dagar námskeið: 14.000 kr.

Veittur er 10% systkinaafsláttur og einnig er veittur afsláttur ef keypt eru fleiri en eitt námskeið.

Vinsamlegast leggið námskeiðsgjaldið inn á reikning. Þegar lagt er inn á reikning er mikilvægt að skrá í athugasemd nafn og kennitölu iðkandans sem verið er að borga fyrir. Ef verið er að millifæra á netinu þá vinsamleg að senda tölvupóst á skylmingafelag@gmail.com   

Skylmingafélag Reykjavíkur
Kt. 450287-1489
Banki   Hb.      Reikningsnr.
0526    26        030398

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 29. maí 2017 - 11:20