Skúlptúrnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Myndlist
Tímabil: 
júní 2017
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Lifandi listaverk er listsmiðja fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára 
Leiðbeinandi: Sara Riel myndlistarmaður 
Námskeiðsgjöld eru 16.000 

Hvað er skúlptúr?  Námskeiðið fer fram í ævintýralegu umhverfi Ásmundarsafns. Nemendur fá að kynnast ólikum efnivið við listsköpun þar sem steypa og smíðavinna kemur við sögu og byggja sitt eigið listaverk. Nemendur fá leiðsögn í muninum á tví- og þrívídd, hvernig mismunandi sjónarhorn geta skipt sköpum og fræðast um það ótrúlega efnisúrval sem heimurinn hefur upp á að bjóða til listsköpunar. Þátttakendur þurfa að mæta í útifötum sem mega skemmast og gott er að hafa smá hressingu meðferðis.

Allur efniviður er innifalinn í námskeiðagjöldum sem eru 16.000 kr. Greiðsluseðill sendur í heimabanka greiðanda.

Smiðja I  12-16 júní frá kl. 9-12

Smiðja II 19-23 júní frá kl. 9-12

*Mjög takmarkaður fjöldi

*Gott er að vera klæddur eftir veðrið

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 3. maí 2017 - 14:46