Skátastarf fyrir 7-22 ára

Skátafélagið Árbúar, skátar, skátamót
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Æskulýðsstarf
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019, apríl 2018, maí 2018
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 

Í Árbúum stunda börn, unglingar og fullorðnir öflugt og skemmtilegt skátastarf þar sem verið er að efla leiðtogafærni, æfa samvinnu og styrkja sjálfsmyndina. Á skátafundum er farið í leiki, unnin margvísleg verkefni bæði úti og inni og felst því mikil útivist í starfinu.

Skipulagt skátastarf er í boði fyrir börn frá 7 ára aldri og er aldurskipting sem hér segir:
Drekaskátar: 7-9 ára
Fálkaskátar: 10-12 ára
Dróttskátar: 13-15 ára
Rekkaskátar: 16-18 ára
Róverskátar: 19-22 ára
Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 20. september 2016 - 16:28