Skapandi Sumarfjör

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið, Sköpun
Tímabil: 
júlí 2019, júní 2019
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Hið sívinsæla sumarnámskeið Klifsins Skapandi sumarfjör, verður í boði fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára sumarið 2019. Skapandi sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem börn fá að leysa eigin sköpunarkraft úr læðingi á sviði myndlistar, leiklistar, dans og tónlistar. Leikir og hópefli verður einning ríkjandi  auk þess sem hóparnir munu framkvæma vísindatilraunir af allskyns tagi. Námskeiðin munu einkennast af mikilli gleði og lögð er áhersla á að hvert og eitt barn fái að njóta sín við að gera það sem því finnst skemmtilegt.

Námskeiðin eru kennd bæði úti og inni. Dagskráin verður breytileg milli vikna, enda hafa mörg börn síðustu ár viljað koma aftur og aftur á námskeiðið.

Hægt er að velja um námskeið fyrir eða eftir hádegi í fjórar vikur i sumar (sjá vikur hér að neðan). Fyrir hádegi frá kl. 9:00-12:00 og eftir hádegi kl. 13:00 til 16:00. Nemendur mæta með hollt og gott nesti og mikilvægt er að klæða sig eftir veðri hvern dag. Á hverju námskeiði  verða tveir til þrír hópar af börnum sem skipt verður niður eftir aldri.

Boðið verður upp á gæslu í hádeginu milli kl. 12:00-13:00, hægt er að velja það við skráningu námskeiðis og greitt er 1500 kr fyrir vikuna.

Námskeiðin eru í umsjón Rebekku Sif Stefánsdóttir sem hefur mikla reynslu af starfi með börnum í listum og söng og Guðrúnar Ýr Eðvaldsdóttir verkefnastjóra Klifsins.

Námskeiðin fara fram í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla í Garðabæ.

Vika 1 · 10-14. júní  fyrir hádegi
Vika 1 · 10-14. júní  eftir hádegi

Vika 2 · 17-21. júní  fyrir hádegi
Vika 2 · 17-21. júní  eftir hádegi

—————————————-

Vika 3 · 22- 26. júlí  fyrir hádegi
Vika 3 · 22- 26. júlí  eftir hádegi

Vika 4 · 29- 2. ágúst  fyrir hádegi
Vika 4 · 29- 2. ágúst  eftir hádegi

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 12. mars 2019 - 14:39