Sígild ljósmyndun: filmur, framköllun og tilraunir fyrir 13-16 ára

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Mosfellsbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun, Sumarnámskeið, Útivist
Tímabil: 
ágúst 2017
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Langar þig að læra að búa til myndavél úr pappakassa og taka ljósmyndir? Kynnast töfrum myrkraherbergisins við framköllun mynda? Vikuna 14.-18. ágúst verður slíkt námskeið haldið fyrir 13-16 ára í Árbæjarsafni (Borgarsögusafni Reykjavíkur) frá kl. 13-16. Skráningu lýkur 19 júlí.

Nú til dags eru stafrænar myndavélar og myndavélasímar alls ráðandi. Á þessu námskeiði fá krakkar hins vegar að kynnast sígildum aðferðum og tilraunum í ljósmyndun eins og bláþrykki (cyanótýpu) og búa til sína eigin „pinhole“ myndavél (camera obscura) ásamt því að kynnast ferlinu og handverkinu sem á sér stað í myrkraherbergi við framköllun mynda. Í lok námskeiðsins er sýning á afrakstrinum þar sem fjölskyldu og vinum er boðið á opnun með tilheyrandi sumardrykk.

Athugið að þetta námskeið byggir á traustum grunni Ljósmyndasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu sem er hluti af Borgarsögusafni en hefur nú fengið nýtt heimili í fjölnota fræðsluhúsinu Líkn á Árbæjarsafni sem er í senn spennandi og öruggt umhverfi. 

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 13. júlí 2017 - 14:59