Sértækt félagsmiðstöðvastarf fyrir 10-16 ára með fötlun

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð, Æskulýðsstarf
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Frístundakort: 

 

Félagsmiðstöðin Hellirinn er ein fjögurra félagsmiðstöðva sem starfræktar eru í Reykjavík sem sinna sértæku starfi fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10. bekk í almennum grunnskólum borgarinnar. Félagsmiðstöðin Hellirinn starfar undir frístundamiðstöðinni Miðbergi og þjónustar börn og unglinga í Grafarholti, Árbæ, Norðlingaholti og Breiðholti. Félagsmiðstöðin er staðsett í Kleifarseli 18 og er opinn alla daga frá 13:20-17.00

Megin markmið sértækra félagsmiðstöðva SFS er að veita fötluðum börnum og unglingum í 5. – 10. bekk og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar og efla félagslega þátttöku..

Nánari upplýsingar veitir Frístundamiðstöðin Miðberg í síma 411 5750 og Eva Helgadóttir í síma 664-7684

Heimasíða Hellisins: http://midberg.is/felagsmidstodvar-10-16-ara/hellirinn/

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 11. apríl 2018 - 14:20