Sértækt félagsmiðstöðvarstarf fyrir 10-16 ára f. ´03-´08 með fötlun - Sumar 2019

Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júlí 2019, ágúst 2019, júní 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Sértæka félagsmiðstöðin Höllin tilheyrir frístundamiðstöðinni Gufunesbæ í Grafarvogi. Höllin býður fötluðum börnum og unglingum upp á skipulagt frístundastarf  í sumar sem þarf þó sértaklega að skrá í.

Meginmarkmið með starfinu er að bjóða upp á fjölbreytt og spennandi frístundatilboð þar sem uppeldisgildi frítímans eru höfð að leiðarljósi. Áhersla er lögð á aldursviðeigandi og einstaklingsmiðaða þjónustu sem tekur mið af styrkleikum og áhugasviði hvers og eins.

Sumarstarfið hefst 11. júní og verður þar til skóli hefst í ágúst. Höllin fer þó í sumarfrí milli 15. júlí og 2. ágúst.

Skráning í starfið í sumar hefst fimmtudaginn 11. apríl kl. 10.00. 

Á sumar.fristund.is munu nánari upplýsingar um starfið og gjaldskrá birtast. 

Nánari upplýsingar: 695 5189, Jódís Lilja Jakobsdóttir, forstöðumaður

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 8. apríl 2019 - 10:51