Reiðnámskeið tvær vikur eftir hádegi

Hestamennt
Hverfi: 
Mosfellsbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Annað, Hestamennska, Útivist
Tímabil: 
júlí 2019
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára

Þegar sumarið kemur og skólanum lýkur þá byrja reiðnámskeið Hestamenntar, námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6-15 ára og hafa það að markmiði að efla áhuga og færni ungra knapa. Megináhersla er lögð á að börnin fái sem mestan tíma með og á hestinum. Tveggja vikna námskeið eru nýjung hjá reiðskólanum Hestamennt og er ætlunin sú að geta þá boðið foreldrum á útskriftasýningu í lok námskeiðsins þar sem börnin munu ríða á hringvelli. Megináhersla er lögð á að nemandinn kynnist hestinum sínum sem best og er því hver nemandi með sinn hest út námskeiðið.

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 12. apríl 2019 - 10:20