Ókeypis sumarbúðir í Reykjavík

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Félag: 
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið, Leiklist, Tungumál
Tímabil: 
júlí, júní
Aldur: 
12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Ókeypis námskeið: 

Mundo býður unglingum á aldrinum 13-16 ára upp á ókeypis sumarnámskeið. Krakkarnir fá að taka þátt í 3ja vikna ævintýralegri dagskrá gegn því einu að hýsa á heimili sínu einn spænskan jafnaldra í 3 vikur á meðan á námskeiðinu stendur, þ.e. 22. júní til 14. júlí. Í sumarbúðunum læra krakkarnir spænsku og taka þátt í alls kyns fjörugri dagskrá, læra stuttmynda- og handritagerð, sýna Spánverjunum landið, farið verður í útilegu, vettvangsferðir og margt fleira. Juan Camillo, kólumbískur leikari búsettur á Íslandi, sér um námskeiðið í ár. Námskeiðið er tilvalið fyrir fjöruga krakka í ævintýraþrá, sem vilja eignast nýja vini frá öðru landi, eiga skemmtilegt og ævintýralegt sumar og læra spænsku í leiðinni!

Til að skrá sig er hægt að senda póst á gudrun@mundo.is eða hringja í síma 8218397

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 22. maí 2019 - 12:54