Minecraft: vísindi og herkænska

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
júlí
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Um námskeiðið

Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Spilarar geta ýmist spilað einir eða við aðra á netinu, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir.

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði er tengjast herkænsku og bardagalist í leiknum. Hægt er að hanna og skapa ótrúlegustu hluti í leiknum ef réttu uppskriftirnar eru við höndina og þegar búið er að byggja upp þekkingu á hinum mismunandi grunnefnum (lotukerfið). Nemendur munu kynnast hinum ýmsu „óvinum“ og hvernig hægt er að sigrast á þeim með herkænsku og bardagalist. 

Unnið verður á sérhönnuðum herkænsku- og vísindaþjóni Skema (e. server) sem settur hefur verið upp með það markmið að hvetja til náms, gera nám skemmtilegra og ná fram námsmarkmiðum með ómeðvituðum lærdóm í gegnum leik.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 15. apríl 2019 - 12:19