Minecraft: serverar og mod

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019, desember 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára
Frístundakort: 

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu atriði sem tengjast Minecraft. Nemendur læra að setja svokölluð „mod“ inn í leikinn sem gerir þeim kleift að sækja viðbætur í leikinn og laga hann að eigin ímyndunarafli.

Þá verður settur upp vefþjónn þar sem þáttakendur geta spilað saman og leyst verkefni. Rætt er um netöryggi varðandi aðgangsstýringar vefþjóna, að mikilvægt sé að læsa þeim fyrir utanaðkomandi til að geta spilað í öruggu umhverfi.

Námskeiðið er ætlað jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum og þeim sem hafa kynnst leiknum að einhverju ráði. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðinu er þó nauðsynlegt að nemendur hafi keypt aðgang að leiknum (minecraft.net) og kunni notendanafn sitt og lykilorð.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 5. september 2018 - 16:38