Minecraft: hönnun og landafræði

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
júlí, ágúst, júní
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Um námskeiðið

Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að skapa og hanna heilu landsvæðin í Minecraft. Nemendur fá aðgengi að Íslandskorti og kortum af mismunandi svæðum til að skipuleggja, hanna og skapa. 

Það þarf að huga að ýmsu við hönnun landsvæða og því er nauðsynlegt að taka hugarflugsfundi, skipulagsfundi, vinna í teymum og skipta með sér verkum. Einnig verður farið aðeins í notkun á Redstone í Minecraft og nemendum kynnt fyrir þeim töfraheim sem hægt er að skapa með rökrásum. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa reynslu af Minecraft spilun og langar kafa dýpra í hönnunarhluta leiksins. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðinu er nauðsynlegt að nemendur hafi keyptan aðgang að leiknum (minecraft.net) og kunni notendanafn sitt og lykilorð. 

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 15. apríl 2019 - 12:14