Minecraft: grunnur

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
júlí 2019, ágúst 2019, júní 2019
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Um námskeiðið

Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Spilarar geta ýmist spilað einir eða við aðra á netinu, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir en verða alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast.

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði er tengjast leiknum. Nemendur læra að nota „texture“ pakka og setja svokölluð „mod” inn í leikinn sem gerir þeim kleift að sækja viðbætur í leikinn og laga hann að eigin ímyndunarafli. Þá verður nýttur sérstakur Skema vefþjónn þar sem þátttakendur geta spilað saman og leyst verkefni. 

Lestur

Á námskeiðinu verður stuðst við skapandi lestrarhefti sem þjálfarar lesa upp úr og/eða nemendur lesa sjálfir. Heftið inniheldur spennandi fróðleik og eflir færni nemenda. Á vefþjóninum eru einnig staðsettar sérhannaðar lestrarvélar sem bjóða nemendum upp á að svara einföldum spurningum úr Minecraft bókunum og fá í staðinn spennandi hluti sem nýtast í leiknum.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 15. apríl 2019 - 12:12