Menntandi sumarbúðir fyrir krakka á aldrinum 13-16 ára

Mundo
Hverfi: 
Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sumarbúðir
Tímabil: 
júlí 2019, ágúst 2019, júní 2019
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Sumarbúðir Mundo er frábært tækifæri fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára til að kynnast nýjum jafnöldrum frá Íslandi og Spáni og eiga ævintýralegar þrjár vikur í sumar! Unglingum býðst að taka þátt í menntandi og spennandi dagskrá dagana 22. júní til 14. júlí 2019, gegn því einu að hýsa spænsk ungmenni, á aldrinum 13-16 ára, á heimili sínu. 

Á námskeiðinu verður m.a. farið í ferðalög, vettvangsheimsóknir, lært spænsku og tekið þátt í alls kyns eflandi og þroskandi verkefnum. Mundo sér um unglingana frá kl. 9-16 en fjölskyldan eftir það og um helgar. Námskeiðið er liður í alþjóðlegu uppeldi ungmenna og frábært tækifæri fyrir þá til að efla samskipti, þroskast og verða reynslunni ríkari. 

 

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 3. maí 2019 - 12:48