Málun - Korpúlfsstöðum

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019
Aldur: 
16 ára, 17 ára, 18 ára

Kennt á fimmtudögum kl. 17:30 - 20:35

Tímabil: 18. janúar - 03. maí

Við lok námskeiðs fær nemandi 2 framhaldsskólaeiningar sem geta nýsts til prófs í öðrum skólum.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í málaralist sem hafa undirstöðu í teikningu, en nýtist einnig þeim sem þegar hafa einhverja reynslu af málun. Farið er í grundvallaratriði olíumálunar og efni og áhöld til litablöndunar kynnt. Unnið er eftir einföldum fyrirmyndum í fyrstu en smám saman verða vinnubrögð frjálsari og perónulegri þar sem unnið er með mismunandi stílbrögð. Inn í kennsluna eru fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á. Mikilvægt er að nemendur hafi þegar lokið a.m.k. einum teikniáfanga t.d. Teikningu 1 eða öðru sambærilegu. Kunnátta í litafræði og blöndun lita eykur árangur á námskeiðinu en er ekki skilyrði. Námslok miðast við 80% mætingu.

 

 

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 12. janúar 2018 - 12:16