Ljósmyndanámskeið 9-12 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Fræðsla, Sköpun
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019, apríl 2018
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 
Ókeypis námskeið: 

Hefst: 13. febrúar
Tími: 17:00-18:00
Staðsetning: Garðatorg 7
Lengd: 10 vikur
Kennslustundir: 10
Aldur: 9-12 ára
Kennari: Ellen Inga Hannesdóttir

Á þessu námskeiði verður farið í hvernig hægt er að nota myndavélina á skapandi hátt og á sama tíma nota hana sem skrásetningartæki. Unnið verður að fjölbreyttum verkefnum ásamt því að farið verður stuttlega yfir tæknileg atriði sem nýtast ungum ljósmyndurum.

Kennari leggur áherslu á að nemendur noti ljósmyndun til sköpunar og öðlist aukið öryggi við að taka ljósmyndir. Leitast er eftir að nemendur finni sitt áhugasvið innan ljósmyndunar og styrki það eftir því sem líður á. Í tímunum ætlum við meðal annars að taka myndir saman og skoða ólíkar tegundir ljósmyndunar. Farið verður í fjölbreyttar tegundir ljósmyndunar og margir af þekktustu ljósmyndurum sögunnar kynntir til sögunnar ásamt vel völdum ljósmyndum eftir þá. Nemendur fá lauflétt og skemmtileg heimaverkefni á meðan á námskeiði stendur. 

Þátttakendur verða að hafa undir höndum eigin myndavél.

Námskeiðið endar á sýningu fyrir fjölskyldu og vini.

Verð 31.400 kr. 

Hugmyndfræði Klifsins:

Hugmyndafræði Klifsins byggir á eflandi kennslufræði. Við leggjum okkur fram við að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins til að efla trú á eigin getu.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 28. desember 2017 - 12:08