Listasmiðja í Grasagarðinum

Listasmiðja
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Félag: 
Efnisflokkur: 
Fræðsla, Sköpun, Sumarnámskeið, Útivist
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018, ágúst 2018
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára

Í sumar verður boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 8 – 10 ára. Í boði eru fjögur vikulöng námskeið. Hámarksfjöldi þátttakenda:10

25.- 29. júní
2.- 6. júlí
7.- 10. ágúst (4 dagar)
13.- 17. ágúst

Listasmiðja í Grasagarðinum

Þátttakendur kynnast Grasagarðinum og því fjölbreytta lífríki sem er þar að finna. Við skynjum bara brot af því sem er í kringum okkur og ætlum því að skoða umhverfið með skilningarvitum dýranna, segja álfasögur og skapa rými fyrir ímyndunaraflið. Náttúran er uppspretta í listsköpun og leið til að draga fram sköpunarkraftinn í þátttakendum. Áherslan er að vinna með umhverfið í anda sjálfbærni og nota það sem náttúran gefur af sér. Álfar eru stundum sagðir gegna því hlutverki að vernda náttúruna en markmið námskeiðsins er að auka meðvitund og tengsl þátttakenda við umhverfi sitt og náttúru í gegnum rannsóknir, uppgötvanir, leik og samveru.

Leiðbeinandi námskeiðsins eru með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands og er þetta í annað sinn sem þetta námskeið er haldið í Grasagarðinum í Reykjavík. Þórey Hannesdóttir býr að áralangri reynsla af frístundastarfi með börnum, listgreinakennari og hönnuður að mennt og áhugamanneskja um skapandi útinám. Grasagarðurinn leggur til náttúrulegan efnivið og bækistöð fyrir hópinn en allur efniskostnaður er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Tímasetning: 9:00 – 13:00. Tekið er á móti þátttakendum við innganginn.

Námskeiðsgjald: 12.900

Skráning á netfangið:  thoreyhannes@lhi.is

*Nánari upplýsingar fylgja í kjölfarið af skráningu.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 24. apríl 2018 - 21:57