Leikur & dans fyrir stráka 5-7 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Dans
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára
Frístundakort: 

Kraftmikið og skemmtilegt dansnámskeið þar sem áherslan er á hip hop, frjálsan dans og framkomu. Unnið er með hreyfingu á fjölbreyttan hátt og er dansgleðin í fyrirrúmi á námskeiðinu. Aðalkennari námskeiðsins er Júlí Heiðar Halldórsson en hefur hann bakgrunn í fjölmörgum stílum svo sem hip hop, samkvæmisdansi, nútímadansi og söngleikjadansi.

Fleiri og fleiri eru farnir að uppgötva hversu gaman það er að dansa. Í dansinum eflum við styrk, fáum hjartað til að slá örar og verðum liprari og mýkri í hreyfingum. Þátttakendur á öllum námskeiðunum taka virkan þátt í sköpuninni og styrkja um leið líkamsvitund og jákvætt viðhorf til dansins.

Markmiðið með námskeiðinu er  að kynna dansinn sem skemmtilega hreyfingu þar sem hver og einn getur dansað á sínum forsendum. Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna. Mismunandi danskennarar sjá um kennsluna hjá dansdeild Klifsins og fer innihald hvers námskeiðs eftir áhugasviði og sérstöðu hvers kennara fyrir sig.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 21. ágúst 2018 - 11:42