LEIKUR AÐ LEIKA

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Kjalarnes, Vesturbær, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Leiklist, Sjálfsstyrkingarnámskeið, Sköpun
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

LEIKUR AÐ LÆRA

Leiklistarnámskeið

Tilgangur námskeiðsins er að efla sjálfstraust og færni þátttakenda í að standa með sjálfum sér og fyrir framan aðra, einn eða með öðrum. Það er gert með leik og æfingum um leið og verið er að vinna með frumsköpun.

Áhersla er lögð á sköpunargleði og framkvæmd hugmyndar í gegnum leik, gleði, spuna og æfingar.

Einnig er unnið með hlustun og einbeitingu.

Aðaláhersla er á samvinnu sem er samtvinnuð  í leik og gleði.

VERÐ
Leikur á að leika        11.900 kr
 

FYRIR HVERJA

Fyrir börn og unglinga 9-12 ára sem vilja stækka sjálfan sig. Tilgangur námskeiðsins er að styrkja hvern og einn einstakling.

HVAR - STAÐSETNING

Við erum í Rými til vaxtar - Markþjálfasetur Evolvia sem er staðsett í Grafarvogskirkju í rými gamla bókasafnsins. Fjörgyn heitir gatan og eina húsið í þeirri götu er Grafarvogskirkja. Gengið er inn að neðanverðu kirkjunnar hægra megin.

FORELDRAR Í HEIMSÓKN

Við endum svo námskeiðin með klukkutíma lokaathöfn þar sem foreldrum er boðið að koma í heimsókn.

SPURNINGAR

Þú ert velkomin að senda okkur spurningar til að frá frekari upplýsingar um sumarnámskeiðin til evolvia(at)evolvia.is

PRAKTÍSKAR UPPLÝSINGAR

Takmarkað plássi er á námskeiðin og því best að skrá sem allra fyrst. Skráning er hafin og fyllist fljótt. Námskeiðin hjá Evolvia eru vinsæl og lifandi.

Hámarksfjöldi eru 15 þátttakendur.

Lámarksfjöldi eru 8 þátttakendur.

Ef námskeiðið nær ekki lágmarksskráningu

er hægt að færa sig yfir á aðra dagsetningu eða fá endurgreiðslu.

Við mælum með því að tryggja sæti og ganga frá skráningu í hóp sem hentar sem allra fyrst.

SKILMÁLAR & VELFERÐ ÞÁTTTAKENDA

Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Börn þurfa að hafa getu í að vera virk og sjálfstæð. Ef vart verður við óæskilega hegðun verður haft samband við forráðraman.

Mæting á námskeið er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

Námskeiðsgjald er óendurkræft ef hætta þarf við þátttöku.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 22. maí 2019 - 10:43