Leiklistanámskeið 7-16 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Leiklist
Tímabil: 
september 2018, október 2018, nóvember 2018
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára
Frístundakort: 

Klifið er sem fyrr í samstarfi í við Leynileikhúsið sem mun sjá um leiklistarnámskeið fyrir 2.-7. bekk í Garðabæ. Námskeiðin fara fram í hátíðarsal Flataskóla.

Námskeiðin eru 11 vikna löng, ein klukkustund í senn. Önnin endar svo í leikhúsi þar sem afrakstur vinnunnar er sýndur. Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð krakkana blómstra á sviðinu.

Öll leiklistarnámskeið Leynileikhússins byggjast fyrst og fremst upp á LEIKGLEÐI og frumsköpun. Með leikgleðina að leiðarljósi fara nemendur í grunnatriði í leiklist með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á einbeitingu, að gefa skýr skilaboð, hlustun, samvinnu, uppbyggingu stuttra leikrita og persónusköpun.

Þegar líða tekur á námskeiðið eru þessi grunnatriði færð yfir í spunavinnu sem á endanum skilar sér í lokasýningu sem nemendur sýna fyrir aðstandendur. Lokasýningin er því byggð upp nær alfarið á spuna og sköpunarkrafti nemenda sem kennari aðstoðar við að púsla saman í leikverk og þar fá allir ungu leikararnir að njóta sín á sinn hátt. Það er mikilvægt að hver nemandi þroskist og vaxi á eigin forsendum, byggi upp sjálfstraust og heilbrigða sjálfsmynd og leiklistin er mjög gott tæki til að ná þeim árangri.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 21. ágúst 2018 - 12:45