LEIKJA- OG ÍSHOKKÍNÁMSKEIÐ BJARNARINS

Skautaskóli
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Íþróttanámskeið, Sumarnámskeið, Vetraríþróttir
Tímabil: 
júní 2017, ágúst 2017
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Íshokkídeild Bjarnarins verður með tvö námskeið í Júní og Ágúst, hálfsdagsnámskeið fyrir hádegi frá 8-12 og heilsdagsnámskeið frá 8-17.

Fyrir hádegi kennum við krökkunum að skauta, skjóta, detta, bremsa, spila íshokkí og aðra skemmtilega hluti sem hægt er að gera á skautasvelli.

Eftir hádegi hefst leikjanámskeiðið og farið er bæði í leiki og ferðir eins og Fjölskyldu og Húsdýragarðinn, keilu, sund og í lautarferð.

Innifalið er: farið a skauta tvisvar á dag, strætó, sund, keila og heimsókn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn.

Börnin þurfa að koma með nesti að heiman fyrir hvern dag.

Skráning: senda þarf póst á vilhelmmar@bjorninn.com

Lágmark 10 krakkar þurfa að vera skráðir í heilsdagsnámskeiðið.

Heilsdagsnámskeið fyrir börn fædd 2007-2011

Hálfsdagsnámskeið fyrir börn fædd 2005-2011

Byrjendur velkomnir

Námskeiðs vikur sumarið 2017

Vika 1: 12-16 Júní

Vika 2: 14-18 Ágúst

Verð

10.000 kr hálfsdagsnámskeið

20.000 kr heilsdagsnámskeið

35.000 kr ef báðar heilsdagsvikurnar eru keyptar.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 4. maí 2017 - 16:27