Körfuboltaskóli Vals

Körfuboltaskóli Vals
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Íþróttanámskeið, Íþróttir, Körfubolti, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Körfuboltaskóli Vals er fyrir áhugasama körfuboltakrakka á aldrinum 6-10 ára. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir bæði stelpur og stráka, hvort sem iðkendur eru byrjendur eða lengra komnir.

Farið verður yfir öll helstu grunnatriði körfuboltans ásamt því að að spila og fara í allskonar skemmtilega leiki. 

Frábært námskeið fyrir bæði þá sem vilja prófa nýja íþrótt og þá sem hafa æft áður og vilja nýta sumarið í að bæta sig.

Námskeiðið verður haldið samhliða Sumarbúðunum í Borg í júní svo krakkar geta verið í körfuboltaskólanum fyrir hádegi og Sumarbúðirnar á eftir hádegi. 

Dagsetningar Körfuboltaskólans 

Námskeið 1: 11.júní-14.júní

Námskeið 2: 18.júní-21.júní

Námskeið 3: 24.júní-28.júní

 

Námskeið 4: 7. ágúst -10. ágúst (4 dagar)

Námskeið 5: 13. ágúst -21. ágúst (7 dagar)

 

Verð á námskeið 1,2,3:

 • Körfuboltaskóli Vals (9-12)..............................................7.500
 • Körfuboltaskóli með hádegismat......................................12.500
 • Körfuboltaskóli og Sumarbúðir með hádegismat...................18.500
 • Körfuboltaskóli og Sumarbúðir án hádegismat......................13.500

Verð á námskeið 4: 

 • Körfuboltaskóli Vals (kl. 9-12)..........................................6.000

Verð á námskeið 5: 

 • Körfuboltaskóli Vals (kl. 9-12)..........................................9.500

   

Hagnýtar upplýsingar um Körfuboltaskóla Vals

 • Fyrir börn á aldrinum 6-10 ára
 • Milli 9-12 virka daga eftir - ekki er kennt um helgar
 • Gæsla fyrir börn frá 8-9 og 16-17 (í júní)
 • Hægt að vera í Körfuboltaskóla fyrir hádegi og Sumarbúðunum eftir hádegi (í júní)
 • Smelltu hér til að skrá iðkenda í körfuboltaskóla
 • Ef þú lendir í vandræðum með skráningu sendu tölvupóst á valur@valur.is eða hringdu í 414-8000 
Síðast uppfært: 
Föstudagur, 10. maí 2019 - 9:53