Knattspyrnudeild Fylkis

Íþróttafélagið Fylkir, fótbolti
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Fótbolti, Íþróttir
Tímabil: 
júní 2017, júlí 2017, ágúst 2017
Aldur: 
4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 

Knattspyrnuskóli Fylkis    

         

Knattspyrndeild Fylkis mun í sumar bjóða upp á knattspyrnunámskeið fyrir pilta og stúlkur    5 ára (fædd 2012) til 13 ára (fædd 2004). Um er að ræða vikunámskeið, virka daga frá kl. 9-12. Eftirfarandi námskeið verða í boði næsta sumar:

Kynningardagar (frítt):       8. júní – 9. júní (þarf samt að skrá á fylkir.is)

 

Fyrri hluti :               12. júní– 21. júlí

Námskeið 1:              12. – 16. Júní

Námskeið 2:              19. - 23. júní

Námskeið 3:              26. - 30.  júní

Námskeið 4:              03. - 07.  júlí

Námskeið 5:              10. - 14.  Júlí

Námskeið 5:              17. - 21.  júlí

 

Seinni hluti :              8. ágúst– 18. ágúst

Námskeið 7:              8. - 11. ágúst *

Námskeið 8:              14. - 18. Ágúst

* 4 daga námskeið

Á námskeiðunum sjálfum verður iðkendum skipt upp eftir aldri, getu og kyni þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.  Farið í grunnatriði knattspyrnunnar og mikil áhersla lögð á að gera starfið skemmtilegt og áhugavert fyrir þátttakendur. Kennarar í knattspyrnuskólanum eru m.a. knattspyrnuþjálfarar hjá Fylki og leikmenn Fylkis.

Lögð er mikil áhersla á að þátttakendur beri virðingu fyrir eigum félagsins, kennurum og hvert öðru.  Öllum á að líða vel og tekið verður hart á öllum eineltismálum.

Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti í nestis- og matartímum ef barnið er á námskeiði eða æfingum eftir hádegi.

Alla föstudaga er grillveisla fyrir alla kl. 12:00

 

Skráning

Skráning hefst 8. maí á heimasíðu félagsins.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 9. maí 2017 - 11:07