Knattspyrna

Íþróttafélagið Leiknir, fótbolti, fótboltaleikur, knattspyrna
Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Fótbolti, Íþróttir
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019, apríl 2018, maí 2018, júní 2018, júlí 2018, ágúst 2018, september 2018, október 2018, nóvember 2018
Aldur: 
4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 

Íþróttafélagið Leiknir býður knattspyrnu barna allt frá 8. flokki (börn á forskólaaldri) og upp í afreksstefnu (mfl karla). Leikir, skemmtun og framfarir eru mottóið okkar. Börn læra að vinna saman í hópum, kynnast nýjum félögum og þroskast andlega sem og líkamlega.

Æfingar eru allt árið um kring og starfið afar blómlegt. Æfingar yngstu barnanna eru blandaðar, strákar og stelpur æfa saman en strax og börnin eru komin á grunnskólaaldur æfa strákar og stelpur sér. Hvetjum við stelpur jafnt sem stráka til að koma og prufa fótboltann hjá okkur og upplifa öll þau ævintýri sem hverfisfélagið þitt hefur að bjóða. Æfingatöflur allra flokka má finna á heimasíðu félagsins. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins í síma 557 8010 eða 869 7794. 

Öll börn velkomin og alltaf nóg pláss.

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 28. desember 2016 - 16:24