Kano tölvur

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Tölvur
Tímabil: 
júní 2018
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Um námskeiðið

Kano tölvan er ótrúlega öflug lítil græja sem nemendur setja saman sjálfir, setja upp og vinna með út námskeiðið. Meðan tölvan er sett saman fræðast nemendur um innviði tölvunnar og kynnast því hvernig tölvan virkar.

Á tölvunni vinna nemendur síðan hin ýmsu verkefni í kubbaforritun (með Python-kóðann sýnilegan til hliðar) og kynnast forritun og forritunarmálinu í leiðinni. Hver man t.d. ekki eftir snákaleiknum? Meðal annars er sá leikur forritaður.

Einnig er glímt við Minecraft-forritun og nemendur sjá hvernig forritun getur haft áhrif á leikinn. Krakkarnir nýta sér iPad-græjur og PlayOsmo til að kynnast grunnskipunum í forritun.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við CCP en stærstur hluti EVE Online leiksins er skrifaður í Python. Python forritunarmálið er mjög einfalt að kóða og lesa sem gerir CCP kleift að koma hugmyndum leikjahönnuða hratt inn í leikinn. 

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 1. júní 2018 - 15:33