Húsið - Kaffi og menningarhús

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Æskulýðsstarf
Aldur: 
16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri

Húsið

 

Húsið, kaffi og menningarhús ungs fólks í Hafnarfirði

Húsið, menningarhús er staður þar sem ungt fólk 16 ára og eldra fær tækifæri til að sinna alls konar félagsstarfi.

Á veturna er opið 3 kvöld í viku og ýmislegt  skemmtilegt starf í gangi. Yfir sumartímann leggst kvöldstarfið af en hægt er að skoða möguleika á opnun ef ungt fólk kemur með áhugaverð verkefni.

Húsið er opið öll kvöld og helgar á prófatímabilum framhaldsskólanna og að hægt er að fá Húsið lánað undir LAN yfir helgi, hægt er að bóka í síma 565-5100. 

Á sumrin breytist starfsemi Húsins og þá er atvinnutengt  sumarúrræði og tómstundatilboð  fyrir ungt fólk með fatlanir starfrækt í húsinu.

Forstöðumaður Húsins er Guðbjörg Magnúsdóttir
gudbjorg@hafnarfjordur.is

Þórdís Rúriksdóttir Þroskaþjálfi og verkefnastjóri sér um atvinnutengda sumarúrræðið.
thordisru@hafnarfjordur.is

Húsið, menningarhús ungs fólks í Hafnarfirði

Staðarbergi 6

221 Hafnarfirði

565-5100

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 4. maí 2017 - 10:34