Hjólabrettanámskeið fyrir 6 til 13 ára (fædd 2004 til 2011)

Hverfi: 
Nágrannasveitarfélög, Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Íþróttanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2017, júlí 2017, ágúst 2017
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára

Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá hjólabrettanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið fer fram í húsakynnum félagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. Krökkunum verður skipt upp í hópa eftir aldri og getu. Farið verður yfir grunnatriði hjólabrettaiðkunar en einnig verður þeim sem lengra eru komnir leiðbeint í flóknari æfingum. Þegar veður er gott er farið með hópana út t.d. á hjólabrettasvæðið við Víðistaðaskóla.

Markmið námskeiðanna:

  • Kynna hjólabrettaíþróttina fyrir stelpum og strákum á aldrinum 6 til 13 ára
  • Hafa gaman saman á hjólabretti
  • Læra grunnatriði á hjólabretti
  • Kynnast hjólabrettasiðum á hjólabrettasvæðum
  • Fyrir lengra komna, æfa flóknari æfingar

Dagsetningar:

Námskeið 1: 12. – 16. júní kl. 9 – 12

Námskeið 2: 12. – 16. júní kl. 13 – 16

Námskeið 3: 19. – 23. júní kl 9 – 12

Námskeið 4: 19. – 23. júní kl 13 – 16

Námskeið 5: 26. – 30. júní kl 9 – 12

Námskeið 6: 26. – 30. júní kl 13 – 16

Námskeið 7: 3. – 7. júlí kl 9 – 12

Námskeið 8: 3. – 7. júlí kl 13 – 16

Námskeið 9: 10. – 14. júlí kl 9 - 12

Námskeið 10: 17. – 21. júlí kl 9 – 12

Námskeið 11: 24. – 28. Júlí kl 9 – 12

Námskeið 12: 31. júlí – 4. ágúst kl 9 - 12

Námskeið 13: 8. – 11. ágúst kl 9 – 12 (4 dagar, verð 5.520 kr.)

Námskeið 14: 8. – 11. ágúst kl 13 – 16 (4 dagar, verð 5.520 kr)

Námskeið 15: 14. – 18. ágúst kl 9 – 12

Námskeið 16: 14. – 18. ágúst kl 13 – 16

 

Verð fyrir hvert námskeið er 7.000 kr og veittur er 10% systkinaafsláttur. Fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin.

 

Hægt er að fá lánuð hjólabretti og hjálma á staðnum en við mælum með að krakkarnir noti eigin búnað ef þau eiga. Hjálmaskylda er á námskeiðinu. Við mælum með því að krakkarnir komi með létt nesti t.d. ávexti og vatnsbrúsa. Ef einhverjir vilja vera bæði fyrir og eftir hádegi þá geta krakkarnir borðað nestið sitt í nestisaðstöðu þar sem hægt er að hita vatn og grilla samlokur.

 

Skráning fer fram í Nora kerfinu á brettafelag.felog.is eða á mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar á www.hafnarfjordur.is

 

Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Sara Hólm Hauksdóttir og henni til aðstoðar verður Úlfar Máni Úlfarsson ásamt hressum krökkum frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum tölvupóstinn: hjolabretti@brettafelag.is

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 17. maí 2017 - 13:55