Golfskóli GR

Golfskóli GR
Hverfi: 
Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Golf, Sumarnámskeið, Útivist
Tímabil: 
júní 2017, júlí 2017, ágúst 2017
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára

Námskeiðin verða 6 talsins og eru hugsuð fyrir börn og unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Kennt verður yfir sumarmánuðina – júní, júlí og ágúst og fara námskeiðin fram á æfingasvæði Bása í Grafarholti. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi er félagi í golfklúbbi eða ekki. Hér eru grunnatriði leiksins höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi.

Skráningar hefjast föstudaginn 28. apríl á grgolf.felog.is - þátttökugjald er 17.500 kr. og er gengið frá greiðslu við skráningu. Veittur er 20% systkinaafsláttur (20% af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina).

Innifalið:
Aðgangur að Grafarkotsvelli og Thorsvelli út sumarið 2017
Boltakort í Básum
Aukafélagsaðild að Golfklúbbi Reykjavíkur
4 daga kennsla í Golfskóla GR
Pizzuveisla á lokadegi
Allir þátttakendur fá Diploma í lok námskeiðs

Námskeiðin eru á eftirtöldum dagsetningum sumarið 2017

Námskeið 1        12.-15. júní
Námskeið 2        19.-22. júní
Námskeið 3        26.-29. júní
Námskeið 4        10.-13. júlí
Námskeið 5        24.-27. júlí
Námskeið 6        14.-17. ágúst       

Námskeiðin hefjast klukkan 9:00 alla morgna og standa til klukkan 13:00. Mæting er í Básum í Grafarholti þar sem leiðbeinendur taka á móti krökkunum.

Námskeiðin er frá mánudegi til fimmtudags og eru fyrir krakka á aldrinum 7-15 ára.

Iðkendur eru beðnir um að koma klædd eftir veðri og hafa með aukafatnað, viðbúin öllu. Einnig er æskilegt að krakkarnir hafi með sér hollt nesti og drykk.

Hægt er að fá kylfur lánaðar á staðnum.

Eftir að hafa lokið námskeiði stíga krakkarnir mörg hver inn í starfið hjá klúbbnum og fara að stunda reglubundnar æfingar allt árið um kring.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja,
Þjálfarar

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 2. ágúst 2017 - 13:29