Golfnámskeið fyrir börn í sumar

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Golf
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Á golfnámskeiðinu verður farið yfir alla helstu þætti golfleiksins, reglur og golfsiði á vikulöngum námskeiðum

Markmið golfleikjanámskeiðanna:

  • eru fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára
  • að fyrstu kynni af golfi eru jákvæð og það er gaman að leika golf
  • farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga
  • leiknar eru nokkrar golfholur á golfvelli- kennsla er gjarnan í formi golfleikja ýmisskonar
  • áhersla er á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum
  • iðkendur geta tekið fleiri en eitt námskeið

Dagsetningar:
13. - 16. júní 4 dagar, mánud. - fimmtud.
20. - 24. júní 5 dagar, mánud. - föstud.
27. - 1. júlí 5 dagar, mánud. - föstud.
18. - 22. júlí 5 dagar, mánud. - föstud.
8. - 12. ágúst 5 dagar, mánud. - föstud.

Hægt er að velja um námskeið frá kl. 9:00 - 11:45 eða kl. 12:30 - 15:15

Haldin verða tvö námskeið á dag í 5 vikur. Hægt er að fá lánaðan golfbúnað meðan á námskeiði stendur. Allir eiga að mæta með hollt og gott nesti. Fimm daga námskeiðin kosta kr. 10.000. Fjögurra daga námskeiðin kosta kr. 8.000. Veittur er 20% systkinaafsláttur og einnig ef viðkomandi sækir fleiri en eitt námskeið. Krakkarnir kynnast einnig leikjum og æfingum með svokölluðum SNAG búnaði, en hann hentar sérlega vel til að auðvelda iðkendum að ná betri tökum á íþróttinni og að auka skemmtanagildið. Umsjónarmaður golfleikjaskólans
hjá Keili er Karl Ómar Karlsson PGA golfkennari og grunnskólakennari.

Allir krakkar sem ljúka námskeiðinu fá aðild að Sveinskotsvelli og verða skráð í Keili 

Námskeiðum lýkur með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GK

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 24. maí 2016 - 10:20