Gæsluvöllur , Róló – Sumar 2019

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið
Tímabil: 
júlí, ágúst
Aldur: 
2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára

Gæsluvöllurinn Róló – Sumar 2019

 

Í sumar verður starfræktur Gæsluvöllur eða róló, staðsettur við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23, frá 10. júlí – 7. ágúst  fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2013-2017).
Opnunartími er frá kl. 9 – 12 og frá kl. 13 – 16 (Lokað í hádeginu).

Í boði eru tvennskonar klippikort á Gæsluvöllinn:
5 skipta klippikort – 1.200 kr.
10 skipta klippikort – 2.200 kr.

Hægt er að kaupa klippikortin á Mínum síðum undir umsóknir – grunnskólar – skráning á sumarnámskeið. Nota þarf kennitölu barnsins.

Á mínum síðum er aðeins hægt að ganga frá greiðslu. Forráðamenn eru beðnir um að koma með kvittun á staðinn.

Upplýsingar eru í síma 664-5686. Umsjónarmaður námskeiðsins er Salka Sigurðardóttir en hún er útskrifuð með Bsc próf í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Almennar upplýsingar til foreldra

Gæsluvöllurinn er einungis ætlaður til útileikja og getur ekki komið í stað leikskóla.
Því er ráðlagt að hafa ung börn EKKI lengur en einn og hálfan tíma í senn á dag.
Einugis er ætlast til að barn mæti bara einu sinn á dag annaðhvort fyrir hádegi eða eftir hádegi. 
Ekki eru aðstæður til að skipta á börnum og því verða þau að geta notað salernið sjálf.

Börnin koma ekki með nesti, boðið er uppá ávexti um kl. 10 fyrir hádegi og um kl. 14 eftir hádegi.

Börnin koma klædd eftir veðri. 

Hlökkum til að sjá ykkur! 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 10. júlí 2019 - 13:56