Frístundastarf fyrir 10-12 ára f.´05-´07, sumar 2018

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Annað, Félagsmiðstöð, Fræðsla, Útivist
Tímabil: 
maí 2019, júní 2018, júlí 2018
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára

Frístundamiðstöðin Kringlumýri býður upp á frístundastarf  í sumar fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk nú í vor. Um er að ræða mikið úrval af smiðjum og námskeiðum. Smiðjurnar sem eru í boði standa yfir í hálfan dag og námskeiðin sem eru í boði eru vikunámskeið . Nauðsynlegt er að  að skrá sig í hverja smiðju og hvert námskeið fyrir sig.

Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tímabil starfsins er frá 11. júní til 11. júlí. Smiðjurnar og námskeiðin fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfinu og er það tilgreint við skráningu, ásamt því sem farið er í ferðir út um hvippinn og hvappinn.

Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Mæting í smiðjur og námskeið er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur við smiðjuna ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

Skráningar hefjast 16. maí kl. 10.00 - með fyrirvara um breytingar við óviðráðlegum ástæðum. 
http://sumar.fristund.is 

Skráning er nauðsynleg í smiðjurnar og á námskeiðið vegna takmörkunar á hópastærð.  

Gjaldskrá:
Sumarsmiðja - 680 krónur.  

Vikunámskeið - 4800 krónur. 

Greiðsluskilmálar fyrir smiðjur og námskeið má sjá á vef Reykjavíkurborgar:
https://reykjavik.is/sites/default/files/greidsluskilmalar_i_sumarstarfi_sfs_2017.pdf

Vikunámskeiðin sem eru í boði: 
Í hverri viku verður unnið út frá ákveðnu þema í gegnum leiki, verkefni, vettvangsferðir og margt fleira. Í byrjun námskeiðs munu þátttakendur fá dagskrá fyrir vikuna. Námskeiðin eru alla virka daga frá kl.9.30 - 15.00. 

Útivistar- og heilsuvika (11.júní - 15.júní í Tónabæ) 
Í þessari viku verður m.a. farið í sund, klifur, gönguferð, grillað, búið til heilsunammi og margt fleira.

Framkomu- og tjáningarvika (18.júní - 22.júní í Þróttheimum).
Hópurinn mun meðal annars fást við stuttmyndagerð, leikræna tjáningu og tónlistartengd verkefni. Farið í ýmsa leiki, ferðir og margt fleira. 

Vináttuvika (25.júní - 29.júní í Tónabæ).
Leggjum áherslu á jákvæð samskipti og efla vináttufærni þátttakenda. Farið verður í ferðir, leiki, grillað og ýmislegt fleira skemmtilegt. 

Sjálfstyrkingar- og núvitundarvika (2.júlí - 6.júlí í Þróttheimum). 
Unnið með félagsfærni, samskiptafærni, sjálfsþekkingu og núvitund í gegnum leiki, ferðir og fleira. 

 

Smiðjur sem verða í boði: 
Smiðjurnar eru frá kl.14.00 - 16.30. 

11. júní: Heimsókn í Dominos í Skeifunni

Förum í heimsókn í Dominos í Skeifunni þar sem þátttakendur fá að búa til sína eigin pizzu. Hittumst í félagsmiðstöðinni Tónabæ og hjólum saman í í Dominos í Skeifunni. Hámarksfjöldi er 15 manns.

12. júní: FOLF í Laugardal

Farið verður í Frisbí Golf í Laugardalnum. Diskar verða á staðnum en einnig má mæta með eigin diska á eigin ábyrgð. Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum

13. júní: Bolastensl

Þrykkjum á hvíta T-boli með taulitum. Bolir innifaldir í kostnaði. Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum.

14. júní: Human Clue í Bústöðum

Skemmtilegur ráðgátuleikur þar sem fjöldi vísbendinga hafa verið faldar víðsvegar um húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Bústaða. Þátttakendur keppast við tímann og er verkefni þeirra að finna út hver framdi morð, í hvaða herbergi og með hvaða morðvopni.

15. júní: Vísindasmiðja

Gerum skemmtilegar tilraunir saman og veltum fyrir okkur öflunum sem liggja þar að baki. Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum.

18. júní: Ratleikur í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum

Förum í skemmtilegan ratleik um Húsdýra- og fjölskyldugarðinn og kynnumst þannig garðinum á nýjan hátt. Hittumst í félagsmiðstöðinni Laugó.

19. júní: Minute to win it! Í Tónabæ.

Skemmtilegar þrautir sem allar þarf að leysa á innan við mínútu, byggt á sjónvarpsþættinum vinsæla. Hittumst í félagsmiðstöðinni Tónabæ.

20. júní: Sundferð í Laugardalslaug

Hittumst í félagsmiðstöðinni Laugó og löbbum saman þaðan í Laugardalslaugina.

21. júní: Bakstur

Hittumst í Laugó og bökum saman og höfum gaman. Allir þátttakendur fá að baka bæði bananabrauð og kókoskúlur til að taka með heim.

22. júní: Tálgun

Tálgum í tré undir handleiðslu sérfræðings í ævintýra- og útinámi. Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og göngum saman í Dalheima. 

25. júní: Skylmó

Förum í hlutverkaleik með heimagerðum vopnum undir handleiðslu sérfræðings í ævintýra- og útinámi. Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og göngum saman í Dalheima.

26. júní: Útileikir

Hittumst í félagsmiðstöðinni Bústöðum og förum í klassíska útileiki eins og t.d. Kubb.

27. júní: Hjólaferð í Elliðárdal

Hittumst í félagsmiðstöðinni Bústöðum og förum í hjólaferð í Elliðárdal.

28. júní: Heimsókn í Gufunesbæ

Hittumst í félagsmiðstöðinni Tónabæ og heimsækjum Gufunesbæ sem er þekkingarmiðstöð í útinámi með frábært útivistarsvæði.

29. júní: Tie Dye

Hittumst í félagsmiðstöðinni Bústöðum og gerum Tie Dye. Gerum boli eða koddaver, þátttakendur mega endilega koma með boli til að gera Tie Dye.

2. júlí: Bakstursmiðja í Laugó

Hittumst í félagsmiðstöðinni Laugó og bökum og höfum gaman. Bökum Kryddbrauð og skúffuköku.

3. júlí: Sundferð í Árbæjarlaug

Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og tökum saman strætó í Árbæjarlaug.

4. júlí: Tjaldborgir

Hittumst í Dalheimum og gerum Tjaldborgir undir handleiðslu sérfræðings í ævintýra- og útinámi. Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og göngum saman í Dalheima.

5. júlí: Vatnsstríð og Sápufótbolti í Tónabæ

Hittumst í Tónabæ og förum í Sápufótbolta og vatnsstríð. Muna eftir handklæði og auka fötum.

6. júlí: Sandkastalagerð í Nauthólsvík

Hittumst í félagsmiðstöðinni Bústöðum og hjólum saman í Nauthólsvík þar sem við gerum sandkastala saman.

9. júlí: Varðeldur

Hittumst í Dalheimum og lærum að gera varðeld undir handleiðslu sérfræðings í Ævintýra- og útinámi. Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og göngum saman í Dalheima.

10. júlí: Ljósmyndamaraþon í Húsdýra- og Fjölskyldugarðinum

Hittumst í félagsmiðstöðinni Laugó og förum saman í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn þar sem við förum í ljósmyndamaraþon.

11. júlí: Sápurennibraut og grillveisla í Þróttheimum

Hittumst í félagsmiðstöðinni Þróttheimum þar sem við rennum okkur í sápurennibraut og grillum pylsur.

 

Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið á frístundamiðstöðvar SFS og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk frístundamiðstöðva og Símavers Reykjavíkurborgar (s. 411-1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.

 

Deildarstjóri: Þórhildur Rafns Jónsdóttir, s: 411 5400

Alda Mjöll Sveinsdóttir, gsm: 695 5048
Ívar Orri Aronsson s: 411 5420, gsm: 695 5047
Sonný Lára Þráinsdóttir, s: 411 5410, gsm: 695 5086
 

Nánari upplýsingar: 411 5400, Þórhildur Rafns Jónsdóttirwww.kringlumyri.is

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 15. maí 2018 - 20:24