Sértækt félagsmiðstöðvastarf fyrir 10-16 ára með fötlun

Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð, Æskulýðsstarf
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Sértæka félagsmiðstöðin Höllin tilheyrir frístundamiðstöðinni Gufunesbæ og er staðsett í Egilshöll. Höllin býður fötluðum börnum og unglingum sem stunda nám í almennum grunnskólum og búa Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi upp á skipulagt frístundastarf sem fer fram að skóladegi loknum.  Á veturnar er Höllin er opin alla virka daga frá kl. 13:30 – 17:00 og einnig á starfsdögum, foreldraviðtalsdögum og í jóla-og páskafríium frá kl. 08:00 – 17:00.  Á sumrin er annað fyrirkomulag og annar opnunartími. Skrá þarf sérstaklega í sumarstarfið en það hefst yfirleitt í kringum sumardaginn fyrsta.

Meginmarkmið með starfinu er að bjóða upp á fjölbreytt og spennandi frístundatilboð þar sem uppeldisgildi frítímans eru höfð að leiðarljósi. Áhersla er lögð á aldursviðeigandi og einstaklingsmiðaða þjónustu sem tekur mið af styrkleikum og áhugasviði hvers og eins.

Félagsmiðstöðin Höllin

Nánari upplýsingar: 695 5189, Jódís Lilja Jakobsdóttir

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 18. apríl 2018 - 14:36