Frístundaheimili fyrir 6-9 ára

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Annað, Frístundaheimili, Æskulýðsstarf
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára
Frístundakort: 

Frístundaheimilin bjóða fjölbreytt frítímastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meginmarkmið með barnastarfinu er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Leitast er við að veita öllum börnum þjónustu óháð getu þeirra, þroska eða fötlun og því er markmiðið að öll börn eigi kost á að taka þátt í starfinu og að tekið sé mið af því sem barnið getur, en síður til þess sem barnið getur ekki.

Mikið er lagt upp úr öryggi barnanna og hefur barnastarfið öryggisferla sem unnið er eftir.

Deildarstjóri: Elísabet Þóra Albertsdóttir, s: 411 5805

Töfrasel - Staðsett í Frístundamiðstöðinni Ársel, þjónustar börn í Árbæjarskóla
Erna Bryndís Einarsdóttir, s: 411 5815, gsm: 695 5092
tofrasel@reykjavik.is

Fjósið - Staðsett við Sæmundarskóla, þjónustar börn í Sæmundarskóla
Karen Rún Helgadóttir,s: 1.bekkur 664-7626, 2.bekkur 664-7626 og 3. bekkur 664-7620
fjosid@reykjavik.is

Stjörnuland - Staðsett á Kirkjustétt 2-4, þjónustar börn í Ingunnarskóla.
Kristín Einarsdóttir, s: 411 5825, gsm: 695 5091
stjornuland@reykjavik.is

Víðisel - Staðsett í Selárskóla, þjónustar börn í Selárskóla
Hildur Björnsdóttir, s: 567 2604, gsm: 664 7622
vidasel@reykjavik.is

Frístundaheimili sem rekinn eru af skólum í hverfinu:

Klapparholt - Staðsett í Norðlingaskóla, þjónustar börn í Norðlingaskóla
Arnbjörg Edda Kormáksdóttir, s: 411 7646
klapparholt@reykjavik.is

Skólasel - Staðsett í Ártúnsskóla, þjónustar börn í Ártúnskóla
Hanna Sóley Helgadóttir, s: 517 3531 og 411 7670
skolasel@reykjavik.is

Úlfabyggð - Staðsett í Dalskóla, þjónustar börn í Dalskóla
Ragnheiður Erna Kjartansdóttir, s: 411 7872
ulfabyggd@reykjavik.is

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 2. maí 2018 - 14:42