Forritun: kodu

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
september 2018, október 2018, nóvember 2018, desember 2018
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára
Frístundakort: 

Um námskeið

Kodu Game Lab er skemmtilegt forritunarumhverfi sem leyfir notendum að skapa sinn eigin tölvuleik með lítilli fyrirhöfn. Umhverfið byggir á sjónrænum skipunum, er einfalt í notkun og boðið er upp á þann möguleika að hafa umhverfið á íslensku.

Á námskeiðinu kynnast nemendur hönnun tölvuleikja með gerð söguborða og hvernig hægt er að tengja frásagnarlist við tölvuleikjagerð. Einnig munu nemendur leysa einföld stærðfræðiverkefni gegnum forritun, sem er ómeðvitaður lærdómur í gegnum leik.

Forritið er hægt að sækja frítt á heimasíðu Kodu Game Lab. Á forsíðunni er hnappur efst í vinstra horninu sem á stendur Get Kodu.

Skema hefur staðið fyrir Kodu Game Lab forritunarkeppnum í samstarfi við Microsoft á Íslandi auk þess sem við höfum stutt við nemendur okkar í að senda inn lausnir í erlendar keppnir. Við viljum hvetja okkar nemendur áfram og sýna þeim að þó við búum á litla Íslandi þá getum við verið mögnuð á heimsvísu líkt og hann Kjartan Örn, nemandi og aðstoðarþjálfari Skema, sýndi og sannaði þegar hann sigraði Microsoft Kodu Cup árið 2013 einungis 11 ára og fékk að verðlaunum $3000.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 5. september 2018 - 16:42